Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot ásamt landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni en atvikið á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010.
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot ásamt landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni en atvikið á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010.
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot ásamt landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni en atvikið á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010.
Eggert Gunnþór var þá hluti af leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins en málið vakti fyrst athygli í maí á þessu ári þegar meintur brotaþoli deildi upplifun sinni af meintri nauðgun á samfélagsmiðlum.
„Þar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að skýra mál mitt á réttum vettvangi og sökum umfjöllunar fréttamiðla í dag tel ég mig hinsvegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opinberlega yfir að ég er fullkomlega saklaus af því sem ég hef verið sakaður um,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Eggerts.
Yfirlýsing frá Eggerti Gunnþóri Jónssyni
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um atvik sem á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010 þar sem tveir landsliðsmenn hafa verið bornir þungum sökum. Ég er annar umræddra landsliðsmanna.
Það er hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.
Ég hef reynt að skýla mér og fjölskyldu minni fyrir kastljósi fjölmiðla þar sem ég hafði fram að birtingu fréttar Stundarinnar í dag ekki verið nafngreindur. Föstudaginn 1. október síðastliðinn hafði ég hinsvegar þegar óskað eftir því að vera boðaður í skýrslutöku til að skýra frá minni hlið.
Þar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að skýra mál mitt á réttum vettvangi og sökum umfjöllunar fréttamiðla í dag tel ég mig hinsvegar ekki eiga annan kost en að stíga fram og lýsa því opinberlega yfir að ég er fullkomlega saklaus af því sem ég hef verið sakaður um.
Ég vona að málið komist í réttan farveg hið snarasta svo ég geti hreinsað mig af þessum ásökunum.
Eggert Gunnþór Jónsson.