Margrét Elín sigraði heilsuppskriftarkeppni Smartlands og Nettó. Hún sendi inn uppskrift af Rokkandi rækjum fyrir einn. Þegar hún er spurð út í uppskriftina segir hún að rétturinn sé innblásinn af annarri uppskrift sem hún hnaut um á erlendu matarbloggi á dögunum.
Margrét Elín sigraði heilsuppskriftarkeppni Smartlands og Nettó. Hún sendi inn uppskrift af Rokkandi rækjum fyrir einn. Þegar hún er spurð út í uppskriftina segir hún að rétturinn sé innblásinn af annarri uppskrift sem hún hnaut um á erlendu matarbloggi á dögunum.
Margrét Elín sigraði heilsuppskriftarkeppni Smartlands og Nettó. Hún sendi inn uppskrift af Rokkandi rækjum fyrir einn. Þegar hún er spurð út í uppskriftina segir hún að rétturinn sé innblásinn af annarri uppskrift sem hún hnaut um á erlendu matarbloggi á dögunum.
„Uppskriftin er innblásin af annarri sem ég fann á erlendu matarbloggi fyrir þónokkru síðan. Hún hefur þróast með tímanum í þessa uppskrift sem ég sendi inn. Hún er mjög lifandi hjá mér og oftar en ekki aðlöguð að því sem er til í frysti/ísskáp, en blómkálsgrjónin og rækjurnar eru þó alltaf notaðar. Þar sem rétturinn er mjög einfaldur hefur hann meðal annars verið eldaður á prímus í „picknick“, mæli heilshugar með því,“ segir Margrét Elín í samtali við Smartland.
Hugsar þú vel um heilsuna?
„Ég reyni að hugsa vel um heilsuna, vera meðvituð um matarræði og að hreyfa mig reglulega. Með árunum finn ég mikinn mun á mér eftir sukk, en leyfi mér það þó inn á milli. Gullni meðalvegurinn er málið að mínu mati.“
Hvað gerir þú til þess að hafa matinn heilsusamlegri?
„Ég hef í gegnum tíðina reynt að forðast viðbættan sykur. Þess utan reyni ég að hafa grænmeti í meirihluta í máltíðum.“
Ertu á einhverju sérfæði, ketó eða?
„Nei er ekki á sérfæði.“
Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar eldamennska er annrs vegar?
„Góður hnífur er gulls ígildi.“
Hvert er þitt uppáhaldshráefni?
„Öll krydd! Hægt að gera kraftaverk með góðum kryddum.“
Hvað finnst þér gera allan mat betri?
„Góður félagsskapur.“