Dauðarefsing fyrir framhjáhald

Dauðarefsingar | 6. nóvember 2021

Dauðarefsing fyrir framhjáhald

Hæstiréttur í Íran hefur staðfest dauðadóm yfir 27 ára karlmanni og 33 ára ástkonu hans, eftir að tengdafaðir mannsins neitaði honum um fyrirgefningu. 

Dauðarefsing fyrir framhjáhald

Dauðarefsingar | 6. nóvember 2021

Karlmaður og ástkona hans hafa verið dæmd til dauða í …
Karlmaður og ástkona hans hafa verið dæmd til dauða í Íran fyrir framhjáhald. AFP

Hæstiréttur í Íran hefur staðfest dauðadóm yfir 27 ára karlmanni og 33 ára ástkonu hans, eftir að tengdafaðir mannsins neitaði honum um fyrirgefningu. 

Hæstiréttur í Íran hefur staðfest dauðadóm yfir 27 ára karlmanni og 33 ára ástkonu hans, eftir að tengdafaðir mannsins neitaði honum um fyrirgefningu. 

Eiginkona mannsins sem dæmdur hefur verið til dauða færði lögreglu myndband til sönnunar um að eiginmaður hennar hefði verið henni ótrúr fyrr á þessu ári. Hún fór ekki fram á dauðarefsingu en það gerði hins vegar faðir hennar sem neitaði honum um fyrirgefningu.

Samkvæmt írönskum sharia-lögum varðar hjúskaparbrot dauðarefsingu. Dómari má þó veita sakaruppgjöf eða dæma hinn seka í fangelsi ef fjölskylda brotaþola, það er manneskjunnar sem haldið var fram hjá, fyrirgefur hjúskaparbrotið.

Írönsk sharia-lög kveða á um að dauðarefsingu skuli framfylgt með því að grýta steinum í þann seka. Lögunum var hins vegar breytt árið 2013 og má dómari tilgreina aðferð við að framfylgja dómnum og vanalega eru hengingar notaðar. 

Samkvæmt Amnesty International voru 246 teknir af lífi í Íran á síðasta ári. 

mbl.is