Öryggisveitir drápu mótmælanda í Súdan

Súdan | 13. nóvember 2021

Öryggisveitir drápu mótmælanda í Súdan

Öryggissveitir súdanskra yfirvalda réðu mótmælanda bana í dag í Omdurman-borg. Þar hafa farið fram gríðarleg mótmæli eftir að her landsins rændi völdum í landinu seint í síðasta mánuði.

Öryggisveitir drápu mótmælanda í Súdan

Súdan | 13. nóvember 2021

Mótmælendur í súdönsku borginni Omdurman.
Mótmælendur í súdönsku borginni Omdurman. AFP

Öryggissveitir súdanskra yfirvalda réðu mótmælanda bana í dag í Omdurman-borg. Þar hafa farið fram gríðarleg mótmæli eftir að her landsins rændi völdum í landinu seint í síðasta mánuði.

Öryggissveitir súdanskra yfirvalda réðu mótmælanda bana í dag í Omdurman-borg. Þar hafa farið fram gríðarleg mótmæli eftir að her landsins rændi völdum í landinu seint í síðasta mánuði.

Samtök sjálfstæðra lækna í Súdan staðfesta að mótmælandinn hafi beðið bana af skotsárum sem öryggisveitir veittu honum í dag og í tilkynningu þar um segir að fjölmargir aðrir hafi særst.

Sveitirnar notuðu einnig táragas til þess að brjóta mótmælaölduna á bak aftur.

Fyrir tveimur dögum urðu áform herstjórnarinnar í landinu ljós, sem ráðgerir nú að setja saman ráð manna úr sínum röðum til þess að fara með stjórnina í landinu.

Það ku hafa verið það sem brann einna heitast á mótmælendum í Omdurman í dag.

mbl.is