„Eftir að umhverfismálin hafa orðið að okkar stærsta verkefni hefur verið mikil gagnrýni á ódýra massaframleiðslu á öllum vörum, bæði neysluvörum og lúxusvörum. Einnig hafa ýmis gerviefni sætt gagnrýni sem eru notuð í hönnunargeiranum, t.a.m. í fatahönnun þar sem plastefnin eins og Nælon og Polyester hafa verið áberandi. Þessi efni menga vatnið okkar í hver sinn sem þau fara í þvottavél, en þá dreifast út í vatnið plastagnir sem við endum með að borða í sjáfarfangi að lokum,“ segir Linda Björg Árnadóttir hönnuður í sínum nýjasta pistli:
„Eftir að umhverfismálin hafa orðið að okkar stærsta verkefni hefur verið mikil gagnrýni á ódýra massaframleiðslu á öllum vörum, bæði neysluvörum og lúxusvörum. Einnig hafa ýmis gerviefni sætt gagnrýni sem eru notuð í hönnunargeiranum, t.a.m. í fatahönnun þar sem plastefnin eins og Nælon og Polyester hafa verið áberandi. Þessi efni menga vatnið okkar í hver sinn sem þau fara í þvottavél, en þá dreifast út í vatnið plastagnir sem við endum með að borða í sjáfarfangi að lokum,“ segir Linda Björg Árnadóttir hönnuður í sínum nýjasta pistli:
„Eftir að umhverfismálin hafa orðið að okkar stærsta verkefni hefur verið mikil gagnrýni á ódýra massaframleiðslu á öllum vörum, bæði neysluvörum og lúxusvörum. Einnig hafa ýmis gerviefni sætt gagnrýni sem eru notuð í hönnunargeiranum, t.a.m. í fatahönnun þar sem plastefnin eins og Nælon og Polyester hafa verið áberandi. Þessi efni menga vatnið okkar í hver sinn sem þau fara í þvottavél, en þá dreifast út í vatnið plastagnir sem við endum með að borða í sjáfarfangi að lokum,“ segir Linda Björg Árnadóttir hönnuður í sínum nýjasta pistli:
Við erum að sjá fram á nýja tíma. Tíma þar sem að náttúrleg efni verða eftirsóttari og plastefnin muna hverfa frá að miklu leiti. Ljóst er að við þurfum að fara miklu betur með þessi náttúrulegu efni, meta þau að því mikla virði sem þau eru og hanna úr þeim vandaðar flíkur sem geta átt mörg framhaldslíf. Náttúruleg efni eru að venju dýrari en gerviefni þar sem þetta er takmörkuð auðlind og framleidd í mun minna magni. Nýtni og langlífi eru lykilatriði.
Ull, skinn og leður eru náttúruleg efni sem mun verða eftirsóttari og verðmætari í framtíðinni en áður hefur þekkst. Og hér á landi eru þessi efni alveg sérstaklega náttúruleg. Sérstaða íslensku kindarinnar er sú að féð gengur frjálst í haga mun lengur en þekkist í löndunum í kringum okkur, og þar ferðast það óhindrað um fjöll og dali. Einnig hefur notkun á sýklalyfjum, vaxtarhormónum eða erfðabreytingum ekki viðgengist í sauðfjárrækt á Íslandi. Hér erum við verðmæti sem mun verða okkur mikilvægari á komandi árum og það ekki einungis í fjárhagslegum skilningi heldur líka þegar kemur að sjálfbærni til framtíðar.
Eitt að þeim áhugaverðum fyrirtækjum sem ég hef verið að fylgjast með sem er að vinna að þessum málum af heilindum er smáfyrirtækið Brákarey. Það er í eigu og rekið af þremur bændum í Borgarfirðinum en markmið fyrirtækisins er að fullvinna allt það sem til fellur af þeirra sauðfé og viðskiptavina fyrirtækisins með nýtni og sjálfbærni að leiðarljósi. Þau vita að sjálfbærni sé rétta og ábyrga leiðin til framtíðar, og hagar sinni stefnu og framleiðsluferli fyrirtækisins eftir því. Samkvæmt yfirlýsingu félagsins þá er mikilvægt að stuðla að velferð dýra, bera virðingu fyrir þeim og öllu því sem til fellur við slátrun. Vegna smæðar fyrirtækisins er rekjanleiki vara þeirra auðveldari og leggur Brákarey upp úr því að hægt er að finna út nákvæmlega hvaðan viðkomandi vara kemur. Eigendur Brákareyjar styðja einnig hugmyndina um „Fair trade“ og mikilvægi þess að bændur fái sanngjarnt verð fyrir afurðir sínar.
Brákarey er staðsett í Borgarnesi og þjónustar bændur á Vesturlandi og Vestfjörðum sem flestir taka sínar kjötafurðir tilbaka og selja undir sínum eigin merkjum sem Beint frá býli. Ásamt að vinna kjötvörur þá flytur fyrirtækið lambagærur sem til falla, til Svíþjóðar þar sem þær eru sútaðar með eins mildum aðferðum og hægt er, og í samræmi við stranga sænska umhverfislöggjöf. Það er ekkert fyrirtæki lengur starfandi á Íslandi sem sútar gærur og eru þær því fluttar vanalega úr landi hráar eða eru einfaldlega urðaðar því það hefur ekki svarað kostnaði að senda þær erlendis. Þó að verkunarkostnaður sé hár þá vita aðstandendur Brákareyjar að það er mikilvægt að taka þessi mikilvægu skref í sjálfbærni, og það núna en ekki síðar.
Brákarey er nú að koma með lambagærur sínar á markað. Þar er helst að nefna dásamlega fallegar skrautgærur bæði óklipptar og villtar í útliti sem og klipptar með fágaða ásýnd. Skrautgærur eru augnaprýði á heimilinu og praktískar í sófann fyrir kuldasækið fólk. Reyndar er það nú algengt á Norðurlöndunum að nota lambagærur til að halda hita á börnunum, hjá smábörnunum í vagninum og kerrunni og hjá krökkum á öllum aldri sem leikteppi á gólfi og í rúminu yfir nóttina. Þetta var algengt hér á landi áður fyrr enda kostir ullarinnar þá vel þekktir. Það virðist vera sem þetta hafi minnkað á síðustu árum eða tugum, og þá spurning hvort hver vegna. Hefur almenn þekking á gæði og kostum ullar og ullarvörum tapast á milli kynslóða?
En til þess að frábært fyrirtæki eins og Brákarey geti orðið farsælt, þá þurfum við íslendingar að versla við það. Brákarey er frábært framtak í sjálfbærni og nauðsynlegt og algerlega í takt við þær breytingar sem þurfa að vera á bæði framleiðslu og neyslu.