Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, ásamt öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, leggur til að nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur verði sett á laggirnar í Reykjavíkurborg.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, ásamt öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, leggur til að nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur verði sett á laggirnar í Reykjavíkurborg.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, ásamt öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, leggur til að nýtt neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur verði sett á laggirnar í Reykjavíkurborg.
Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins kveður á um að athvarfið yrði rekið með skaðaminnkunarstefnu að leiðarljósi í formi herbergjagistingar.
Tillagan er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag.
Er sérstaklega vísað til fyrirmyndar tímabundins neyðarathvarfs sem rekið var í Skipholti vegna heimsfaraldurs Covid-19, fyrir heimilislausar konur, en var lokað í sumar. Rekstur skýlisins í Skipholti er talið hafa gefið góða raun og veitt meira öryggi en hægt er að ábyrgjast í skýlum þar sem ekki eru einstaklingsherbergi.
Reykjavíkurborg rekur þegar tvö gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn en ekkert fyrir konur. Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna – tók nýlega við rekstri Konukots af Rauða krossinum, með þjónustusamning við borgina, en er að mestu rekið með vinnu sjálfboðaliða.
„Neyðarhúsið í Skipholti hafði þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting. Þar voru konur með sitt eigið herbergi þar sem öryggi þeirra var tryggt og þær gátu haft eigur sínar í friði. Þá höfðu þær einnig sér baðherbergi. Neyðarhúsið var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær ráðstöfuðu degi sínum en ella.
Aðsókn í úrræðið var mikil og það var upplifun starfsfólks að herbergjagistingar fyrirkomulagið reyndist þjónustuþegum betur en hið hefðbundna neyðarskýli. Þá sérstaklega til að aðlaga sig aftur að sjálfstæðri búset,“ segir í greinagerð tillögunnar.
Ragnhildur Alda fjallar um tillögu sína í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir hún að tillögunni, sem var á dagskrá á fundi borgarstjórna 19. október, hafi verið frestað á elleftu stundu við mikil mótmæli frá sjálfstæðismönnum.
Hún óttist að meirihlutinn freistist til þess að vísa málinu til velferðarráðs og sé það svo gott sem að svæfa málið, sem þegar er fullunnið. Þörfin liggi þegar fyrir og taka þurfi já eða nei ákvörðun.
Máli sínu til stuðnings tók Ragnhildur Alda saman meðalbiðtíma mála sem vísar er til ráða úr borgarstjórn, sem er fjórir mánuðir. „Í ofanálag voru tæp 60% þeirra tillagna sem bárust ráðinu ýmist felld eða send til skoðunar hjá utanaðkomandi stýrihópum, sem þýðir að enginn veit hvað verður um þær,“ segir í grein Ragnhildar Öldu.