Kyle Rittenhouse sýknaður af öllum ákæruliðum

Barist gegn kynþáttafordómum | 19. nóvember 2021

Kyle Rittenhouse sýknaður af öllum ákæruliðum

Kyle Ritten­hou­se, sem skaut þrjá í mót­mæl­um gegn kynþáttafordómum í Bandaríkjunum á síðasta ári, hefur verið sýknaður af öllum ákæruliðum. 

Kyle Rittenhouse sýknaður af öllum ákæruliðum

Barist gegn kynþáttafordómum | 19. nóvember 2021

Kyle Rittenhouse í dómsal 17. nóvember.
Kyle Rittenhouse í dómsal 17. nóvember. AFP

Kyle Ritten­hou­se, sem skaut þrjá í mót­mæl­um gegn kynþáttafordómum í Bandaríkjunum á síðasta ári, hefur verið sýknaður af öllum ákæruliðum. 

Kyle Ritten­hou­se, sem skaut þrjá í mót­mæl­um gegn kynþáttafordómum í Bandaríkjunum á síðasta ári, hefur verið sýknaður af öllum ákæruliðum. 

Ritten­hou­se, sem var 17 ára þegar hann framdi verknaðinn, sagðist hafa verið á staðnum til að vernda bif­reiðafyr­ir­tæki, slökkva elda og hjálpa fólki sem hafði meiðst. Hann sagðist hafa skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, en tveir þeirra hlutu bana af.

Kviðdómur ákvað að sýkna Rittenhouse af öllum ákæruliðum í kjölfar þriggja og hálfs dags umræðu. 

Rittenhouse var ákærður fyrir fimm beint brot, meðal annars manndráp að yfirlögðu ráði sem varðar fangelsisdóm fyrir lífstíð. 

Kviðdómurinn var skipaður af tólf einstaklingum, sjö konum og fimm karlmönnum. Rittenhouse stóð með lögfræðingum sínum þegar niðurstaða kviðdómsins var lesin upp og hann brast í grát. 

Sýknudómurinn hefur valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum, m.a. Twitter. Öryggissveitir hafa verið sendar til Kenosha í Wisconsin þar sem dómurinn var kveðinn upp af ótta við mótmæli. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is