Mótmæla vegna sýknunar Rittenhouse

Barist gegn kynþáttafordómum | 20. nóvember 2021

Mótmæla vegna sýknunar Rittenhouse

Mótmæli hafa brotist út í Bandaríkjunum í kjölfar sýknunar Kyle Rittenhouse en málið hafði vakið mikla athygli vestan hafs og voru margir reiðir yfir niðurstöðunni sem kynnt var í gær.

Mótmæla vegna sýknunar Rittenhouse

Barist gegn kynþáttafordómum | 20. nóvember 2021

Mál Kyle Rittenhouse vakti upp mikla reiði í Bandaríkjunum.
Mál Kyle Rittenhouse vakti upp mikla reiði í Bandaríkjunum. AFP

Mótmæli hafa brotist út í Bandaríkjunum í kjölfar sýknunar Kyle Rittenhouse en málið hafði vakið mikla athygli vestan hafs og voru margir reiðir yfir niðurstöðunni sem kynnt var í gær.

Mótmæli hafa brotist út í Bandaríkjunum í kjölfar sýknunar Kyle Rittenhouse en málið hafði vakið mikla athygli vestan hafs og voru margir reiðir yfir niðurstöðunni sem kynnt var í gær.

Frá þessu er greint á vef BBC.

Rittenhouse skaut þrjá á mótmælum gegn kynþáttafordómum á síðasta ári, með þeim afleiðingum að tveir dóu. Rittenhouse, sem var 17 ára á þeim tíma sem verknaðurinn var framinn, bar fyrir sig að hann hefði verið að vernda bifreiðafyrirtæki, slökkva elda og hjálpa slösuðu fólki á vettvangi. Kvaðst hann hafa skotið mennina þrjá í sjálfsvörn.

Rittenhouse var sýknaður af öllum ákæruliðum í gær og brast út mikil reiði í kjölfarið.

Ekki þörf á meira ofbeldi

Stjórnmálamenn og fjölskyldur fórnarlambanna hafa hvatt fólk til rólyndis enda sé ekki þörf á meira ofbeldi. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti biðlaði til fólks að koma skoðunum sínum á framfæri friðsamlega.

Þrátt fyrir bónir fjölskyldna brutust út miklar óeirðir í Portland í gær. Múgur sem taldi um 200 manns gekk berserksgang og braut rúður og kastaði hlutum.

Þá bar einnig á mótmælum í Chicago og New York. Þau voru þó tiltölulega róleg miðað við þau mótmæli sem hafa verið í Bandaríkjunum undanfarin ár.

mbl.is