Kristrún öflugri en fyrirrennarinn

Endurnýjun skipaflotans | 23. nóvember 2021

Kristrún öflugri en fyrirrennarinn

Ný Kristrún RE 177 kom til Reykjavíkur í gær, en hún leysir af hólmi eldra skip með sama nafni. Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa, segir að nýja skipið sé stærra, öflugra og betur búið en það gamla, sem hefur verið sett á sölu.

Kristrún öflugri en fyrirrennarinn

Endurnýjun skipaflotans | 23. nóvember 2021

Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa hf., segir nýja skipið mun öflugra …
Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa hf., segir nýja skipið mun öflugra en það sem verður leyst af hólmi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný Kristrún RE 177 kom til Reykjavíkur í gær, en hún leysir af hólmi eldra skip með sama nafni. Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa, segir að nýja skipið sé stærra, öflugra og betur búið en það gamla, sem hefur verið sett á sölu.

Ný Kristrún RE 177 kom til Reykjavíkur í gær, en hún leysir af hólmi eldra skip með sama nafni. Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa, segir að nýja skipið sé stærra, öflugra og betur búið en það gamla, sem hefur verið sett á sölu.

Allur afli verður frystur um borð.

Nýja Kristrún RE 177 fánum prýdd við Grandabryggju í gær. …
Nýja Kristrún RE 177 fánum prýdd við Grandabryggju í gær. Skipið hét áður Argos Froyanes. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson

Síðustu þrjú ár hefur Kristrún verið á grálúðunetum fyrir norðan land þar sem aðstæður eru oft erfiðar. Nýja skipið fer einnig á grálúðu þegar nauðsynlegar breytingar hafa verið gerðar á því, trúlega ekki fyrr en í febrúar. Norskir eigendur skipsins gerðu það út á tannfiskveiðar í Suðurhöfum og meðal breytinga er að setja búnað til línuveiða í land og búa það til netaveiða.

Skipin voru bæði smíðuð í Noregi, það eldra 1988 og nýja skipið 2001. Það er tæplega 50 metrar á lengd og 11 metrar á breidd. Nýja skipið var afhent á Kanaríeyjum og þannig sparaðist hátt í 30 daga sigling frá Úrúgvæ, þaðan sem skipið var gert út.

Skipstjórar eru Helgi Torfason og Pétur Karlsson.

mbl.is