Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þakklát kærasta og hundamamma. Þakkargjörðarhátíðin fór fram í Bandaríkjunum í gær og greindi íslenska íþróttastjarnan frá þakklæti sínu á instagramsíðu sinni.
Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þakklát kærasta og hundamamma. Þakkargjörðarhátíðin fór fram í Bandaríkjunum í gær og greindi íslenska íþróttastjarnan frá þakklæti sínu á instagramsíðu sinni.
Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þakklát kærasta og hundamamma. Þakkargjörðarhátíðin fór fram í Bandaríkjunum í gær og greindi íslenska íþróttastjarnan frá þakklæti sínu á instagramsíðu sinni.
„Þakklát fyrir þessar tvær fallegu sálir,“ skrifaði Katrín Tanja og birti myndir af sér með kærasta sínum, íshokkíkappanum Brooks Laich, og hundinum hans sem heitir Koda. Katrín Tanja óskaði síðan öllum gleðilegrar þakkargjörðarhátíðar. Brooks birti sömu myndir og Katrín Tanja og óskaði fólki gleðilegrar þakkagjörðarhátíðar frá fjölskyldu sinni.
Íþróttaparið opinberaði samband sitt í sumar með því að birta mynd af sér saman úr ferðalagi til Havaí. Katrín Tanja er greinilega ekki bara ástfangin af kærastanum þar sem hinn fjögurra ára gamli Koda er greinilega orðinn stór hluti af lífi hennar.
Katrín Tanja greindi frá því fyrr í byrjun nóvember að hún stefndi á að flytja heim til Íslands á næstu misserum eftir átta ára búsetu í Bandaríkjunum. Þar í landi hefur hún æft undir stjórn Bens Bergerons en nú hefur hún ákveðið að skipta um þjálfara.