„Við hófum tilraunir með innflutning á spænskum Serrano-lærum fyrir þremur árum. Við höfðum séð þetta á ferðalögum okkar um Spán og velt fyrir okkur hvort íslenskir neytendur væru spenntir fyrir svona. Svarið við því fæst oftast með því að prufa og það gerðum við,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, en undanfarin ár hafa glæsileg Serrano-læri vakið athygli í verslunum og selst hratt upp.
„Við hófum tilraunir með innflutning á spænskum Serrano-lærum fyrir þremur árum. Við höfðum séð þetta á ferðalögum okkar um Spán og velt fyrir okkur hvort íslenskir neytendur væru spenntir fyrir svona. Svarið við því fæst oftast með því að prufa og það gerðum við,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, en undanfarin ár hafa glæsileg Serrano-læri vakið athygli í verslunum og selst hratt upp.
„Við hófum tilraunir með innflutning á spænskum Serrano-lærum fyrir þremur árum. Við höfðum séð þetta á ferðalögum okkar um Spán og velt fyrir okkur hvort íslenskir neytendur væru spenntir fyrir svona. Svarið við því fæst oftast með því að prufa og það gerðum við,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, en undanfarin ár hafa glæsileg Serrano-læri vakið athygli í verslunum og selst hratt upp.
„Fyrsta árið pöntuðum við 50 læri og seldist allt upp á frekar stuttum tíma sem kom okkur skemmtilega á óvart. Í fyrra bættum við því enn frekar í og pöntuðum 200 stykki og töldum okkur vera í fínum málum. Allt kom fyrir ekki og lærin kláruðust á mettíma. Við erum því hrikalega bjartsýn þessa dagana því við pöntuðum 400 stykki í ár,“ segir Sigurður.
„Um er að ræða Iberia Serrano læri sem hefur fengið að hanga í 15 mánuði. Lærið er sjö kíló og kostar 17.999 krónur sem gerir um 2.500 kr/kg sem telst ansi gott verð. Þess má til gamans geta að sama vara er fáanleg á Amazon á 185 evrur sem gerir um 27.000 krónur,“ segir Sigurður og því ljóst að þeir sem vilja eignast læri ættu að hafa hraðann á – til öryggis.
Athygli vekur að með lærinu fylgir glæsilegur standur ásamt sérstökum skurðarhníf og brýni fyrir hnífinn. Hægt er að láta lærið standa frammi í stofuhita og leggja tusku yfir sárið á kjötinu á milli þess sem skorið er í það. Margir hafa brugðið á það ráð að kaupa lærið í upphafi desember og láta þetta standa frammi á veisluborðinu fram yfir hátíðarnar.