Komið var í veg fyrir að Zara stækkaði verslun sína í Bordeaux í Frakklandi vegna rannsóknar á því hvort að móðurfyrirtæki þess, Inditex, hagnaðist á nauðungarvinnu Úígúra í Kína.
Komið var í veg fyrir að Zara stækkaði verslun sína í Bordeaux í Frakklandi vegna rannsóknar á því hvort að móðurfyrirtæki þess, Inditex, hagnaðist á nauðungarvinnu Úígúra í Kína.
Komið var í veg fyrir að Zara stækkaði verslun sína í Bordeaux í Frakklandi vegna rannsóknar á því hvort að móðurfyrirtæki þess, Inditex, hagnaðist á nauðungarvinnu Úígúra í Kína.
Zara ætlaði sér að tvöfalda stærð búðar sinnar í miðbæ Bordeaux en fyrr í nóvember greiddi nefnd á svæðinu, sem falið hafði verið það verk að afgreiða stækkunina, atkvæði gegn henni.
Nefndarmennirnir sem greiddu atkvæði gegn stækkuninni kölluðu eftir því að rannsakað yrði hvort að spænska fyrirtækið hagnaðist á því kínverskir birgjar sínir notuðu Úígúra í nauðungarvinnu.
„Þetta var pólitísk ákvörðun af okkar hálfu,“ sagði Alain Garnier einn nefndarmannanna og bætti við: „Við vildum senda skýr skilaboð með því að hindra stækkun verslana sem ekki hafa næga stjórn á birgjum sínum.“
Rannsókn hófst í Frakklandi í júní vegna ásakana mannréttindasamtaka um að fjögur tískufyrirtæki, þar með talið Inditex, högnuðust á nauðungarvinnu Úígúra.
Mannréttindasamtök telja að að minnsta kosti ein milljón Úígúra og annarra einstaklinga úr aðallega múslímskum minnihlutahópum, hafi verið fangelsaðir í búðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar séu þau neydd í nauðungarvinnu og konur neyddar í ófrjósemisaðgerðir.