Alþýðusamband Íslands gerir þó nokkrar athugasemdir við stjórnarsáttmála og segir það sérstaklega valda það vonbrigðum að loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana 2019 eru endurunnin og útþynnt í sáttmálanum.
Alþýðusamband Íslands gerir þó nokkrar athugasemdir við stjórnarsáttmála og segir það sérstaklega valda það vonbrigðum að loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana 2019 eru endurunnin og útþynnt í sáttmálanum.
Alþýðusamband Íslands gerir þó nokkrar athugasemdir við stjórnarsáttmála og segir það sérstaklega valda það vonbrigðum að loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana 2019 eru endurunnin og útþynnt í sáttmálanum.
„Í nýjum stjórnarsáttmála, sem gefinn er út þegar verðbólga er mikil og erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði, er lögð áhersla á að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur. Minna fer fyrir þeim ásetningi að verja opinbera velferðarkerfið og mæta langtímaáskorunum sem felast í húsnæðisvanda, öldrun þjóðar og að styrkja tekjustofna til framtíðar,“ segir í tilkynningu frá sambandinu.
Þá segir að hvergi sé minnst á að styrkja atvinnuleysistryggingakerfið, setja á leigubremsu á leigumarkað, styrkja vaxtabótakerfið eða skilgreina hlutfall íbúðabygginga á félagslegum grunni.
Miðstjórn ASÍ segist þó fagna því að nú sé kominn til starfa félags- og vinnumarkaðsráðherra en Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun gegna því embætti.