„Þetta er mikil uppskeruhátíð fyrir okkur“

Endurnýjun skipaflotans | 2. desember 2021

„Þetta er mikil uppskeruhátíð fyrir okkur“

Nýr Baldvin Njálsson kom til hafnar í Keflavík á þriðjudag eftir siglingu frá skipasmíðastöðinni á Vigo á Spáni. Þann dag kom einnig út sérblað í tilefni af komu skipsins og hafði blaðamaður skellt á þráðinn og náð tali af skipstjóranum Arnari Óskarssyni á miðri heimsiglingu.

„Þetta er mikil uppskeruhátíð fyrir okkur“

Endurnýjun skipaflotans | 2. desember 2021

Arnar Óskarsson, skipstjóri á nýjum Baldvini Njálssyni, kveðst ánægður með …
Arnar Óskarsson, skipstjóri á nýjum Baldvini Njálssyni, kveðst ánægður með skipið. Ljósmynd/Samsett

Nýr Baldvin Njálsson kom til hafnar í Keflavík á þriðjudag eftir siglingu frá skipasmíðastöðinni á Vigo á Spáni. Þann dag kom einnig út sérblað í tilefni af komu skipsins og hafði blaðamaður skellt á þráðinn og náð tali af skipstjóranum Arnari Óskarssyni á miðri heimsiglingu.

Nýr Baldvin Njálsson kom til hafnar í Keflavík á þriðjudag eftir siglingu frá skipasmíðastöðinni á Vigo á Spáni. Þann dag kom einnig út sérblað í tilefni af komu skipsins og hafði blaðamaður skellt á þráðinn og náð tali af skipstjóranum Arnari Óskarssyni á miðri heimsiglingu.

„Þetta gengur bara vel. Erum á stöðugum hraða og fer ágætlega með okkur,“ svaraði hann er spurt var um hvernig heimferðin gangi. Hann segir veðrið hafa ekki verið neitt sérstakt en norðvestanátt hefur verið ríkjandi á hafsvæðinu vestur af Evrópu.

Brúin er fallega innréttuð og er hlaðin öllum helstu nýjungum.
Brúin er fallega innréttuð og er hlaðin öllum helstu nýjungum. Ljósmynd/Magnús Þór Bjarnason

Spurður hvernig skipið reynist áhöfninni svarar hann: „Það er nú ekki komin mikil reynsla á það enn þá en okkur finnst það vera frábært. Fer vel með okkur, er öflugt og hreyfir sig lítið.“

Þegar blaðamaður ræddi við Arnar voru um 1.300 sjómílur eftir af heimsiglingunni og var stefnt að því að koma til hafnar síðastliðna nótt. Siglingin gekk aðeins hægar en var að vænta vegna veðurs. „Við erum á 11 mílum núna en getum alveg keyrt þetta skip á 15 mílum við réttar aðstæður. Við vonum að við komumst hraðar á morgun. En við erum alla vega búnir að fá að prófa skipið við þessar aðstæður og það stendur sig vel.“

Mikil eftirvænting

Hann segir það einstaka tilfinningu að taka við nýju skipi eins og nýjum Baldvini Njálssyni enda búið að vinna að verkefninu í nokkur ár. „Þetta er mikil uppskeruhátíð fyrir okkur.“

Arnar var um árabil skipstjóri á Baldvini Njálssyni eldri. „Það er mikil breyting að fara af 30 ára gömlu skipi á splunkunýtt skip sem er miklu stærra,“ segir hann og bætir við að allur aðbúnaður sé með besta móti. „Við erum margir búnir að vera saman á sjó í mörg ár og mikil eftirvænting hjá mannskapnum.“

„Nú er bara að fara að búa til pening á þessu, koma öllu í virkni og ná þeim árangri sem til var ætlast. Nú fer alvaran að taka við og við ætlum að ná því markmiði sem sett var þegar lagt var af stað. Það verður krefjandi.“

Skipið í reynslusiglingu fyrir utan Vigo á Spáni.
Skipið í reynslusiglingu fyrir utan Vigo á Spáni. Ljósmynd/Magnús Þór Bjarnason
mbl.is