Elsku Hrúturinn minn,
Elsku Hrúturinn minn,
það er sama hvað á þér dynur, ertu alltaf reiðubúinn eins og skátinn þegar þú sérð að aðrir þurfa á þér að halda. Líka þegar þú veist að þú getur bara stólað á sjálfan þig. Þú hefur svo magnaðar tilfinningar, til dæmis ástríðu. Það getur verið of stuttur á þér þráðurinn í sambandi við skap. Ef þér finnst óréttlæti eða ekki allt vera eins og þú vildir raða hlutunum upp, þá getur hvatvísin leitt þig í vesen. Teldu upp að tuttugu og bíttu í tunguna á þér, þótt þú hafir rétt fyrir þér og þú haldir þú vitir betur. Svo ekki vera hreinskilinn nema aðrir biðji um álit þitt, við viljum nefnilega ekki alltaf hreinskilni.
Þú hefur meiri kraft en þú getur ímyndað þér og það sýnir sig alltaf best þegar þú ert undir pressu. Þá hugsarðu á leiftrandi hraða og kemur sjálfum þér á óvart hversu andskoti klár þú ert. Þú munt sleppa óttanum á því tímabili sem þú ert að ganga inn í. Þegar hann er ekki að hindra þig, þá byrjar ballið eins og þú vilt hafa það.
Næstu dagar munu snúa lífinu þér í hag, og alveg sama þótt þú hafir það á tilfinningunni að þú getir ekki hreyft þig í rétta átt, þá mun það gerast á stuttum tíma.
Þessi afstaða tunglanna sem er núna, kennir þér skipulag eða færir þér hæfileikann til að skipuleggja allt svo miklu betur, því þú vinnur svo vel í skipulagi. Til þess að opna huga þinn betur á því hvað þú vilt í raun og veru skipuleggja, skaltu taka þér penna í hönd og skrifa niður það sem þú vilt að fari í rétta röð og reglu. Þetta hjálpar þér að opna þær rásir sem þarf til þess að þetta gangi fljótar fyrir sig og þá magnar það gleði þína og ánægju yfir sjálfum þér. Þá muntu sjá að leiðin er bara upp á við.
Knús og kossar,
Sigga Kling