Dæmd í fjögurra ára fangelsi

Valdarán í Mjanmar | 6. desember 2021

Dæmd í fjögurra ára fangelsi

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi forsætisráðherra Mjanmar sem var steypt af stóli í valdaráni mjanmarska hersins fyrr á árinu, hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Dæmd í fjögurra ára fangelsi

Valdarán í Mjanmar | 6. desember 2021

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. AFP

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi forsætisráðherra Mjanmar sem var steypt af stóli í valdaráni mjanmarska hersins fyrr á árinu, hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi forsætisráðherra Mjanmar sem var steypt af stóli í valdaráni mjanmarska hersins fyrr á árinu, hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Hún hlaut tveggja ára dóm fyrir brot gagnvart hernum og annan tveggja ára dóm fyrir að brjóta neyðarlög í tengslum við kórónuveiruna.

Forsetinn fyrrverandi, Win Myint, hlaut einnig fjögurra ára dóm fyrir sömu brot.

San Suu Kyi, sem er 75 ára, hef­ur verið í stofufang­elsi frá vald­aráni hers­ins 1. fe­brú­ar. Lítið hef­ur spurst til henn­ar síðan fyr­ir utan þau skipti sem hún hef­ur komið fyr­ir dóm­ara. 

„Hörðu dómarnir sem Aung San Suu Kyi fékk vegna þessara ósönnu ákæra eru nýjasta dæmið um áætlun hersins um að útrýma allri mótstöðu og kæfa frelsi fólks í Mjanmar,“ sagði í yfirlýsingu Amnesty International.

mbl.is