Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is hafði veg og vanda að þessari dásemdar uppskrift sem er vel þess virði að prófa.
Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is hafði veg og vanda að þessari dásemdar uppskrift sem er vel þess virði að prófa.
Sætar súkkulaðibitakökur
Um 30-35 stykki
Súkkulaðibitakökur uppskrift
- 380 g hveiti
- 1 tsk. matarsódi
- 1 tsk. salt
- 230 g smjör við stofuhita
- 100 g sykur
- 250 g púðursykur
- 2 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 100 g smátt saxaðir Marabou Daim-bitar
- 100 g dökkir súkkulaðidropar
Aðferð:
- Blandið saman hveiti, matarsóda og salti, leggið til hliðar.
- Þeytið smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljós blanda hefur myndast.
- Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og skafið niður á milli ásamt vanilludropunum.
- Bætið næst hveitiblöndunni saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli
- Að lokum fara Marabou Daim-bitarnir og súkkulaðidroparnir saman við.
- Plastið skálina og geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir, líka í lagi að geyma deigið í kæli yfir nótt svo lengi sem það er vel plastað.
- Hitið ofninn í 175°C og setjið kúfaða matskeið af deigi í kúlu fyrir hverja köku, hafið gott bil á milli. Gott að raða um það bil 3 x 4 kúlum á hverja plötu.
- Bakið í 12-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast vel á köntunum.
- Leyfið þeim síðan alveg að kólna áður en þið skreytið þær.
Skreyting
- 300 g dökkt súkkulaði (brætt)
- 50 g saxaðir Marabou Daim-bitar
Aðferð:
- Dýfið hverri köku til hálfs í súkkulaði, leyfið því aðeins að leka af, skafið af botninum og leggið kökurnar á bökunarpappír.
- Stráið söxuðum Marabou Daim-bitum yfir súkkulaðið áður en það storknar.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir