Guðni hunsaði allar ráðleggingar

Kynferðisbrot innan KSÍ | 8. desember 2021

Guðni hunsaði allar ráðleggingar

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, mæltu eindregið gegn því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, færi í Kastljósviðtalið fræga fimmtudaginn 26. ágúst síðastliðinn. 

Guðni hunsaði allar ráðleggingar

Kynferðisbrot innan KSÍ | 8. desember 2021

Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ. mbl.is/Hari

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, mæltu eindregið gegn því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, færi í Kastljósviðtalið fræga fimmtudaginn 26. ágúst síðastliðinn. 

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, mæltu eindregið gegn því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, færi í Kastljósviðtalið fræga fimmtudaginn 26. ágúst síðastliðinn. 

Þetta kom fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ sem var opinberuð í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal í gær.

Í viðtalinu talaði Guðni meðal annars um það að sambandinu hefði ekki borist neinar tilkynningar tengdar kynferðisbrotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins en Guðni sagði af sér sem formaður sambandsins þremur dögum síðar, 29. ágúst.

„Guðni Bergsson fór þennan dag í viðtal hjá Kastljósi RÚV þar sem hann var til svara vegna opinberrar gagnrýni sem fram hafði komið á KSÍ vegna viðbragða sambandsins við frásögnum um kynferðisbrot leikmanna,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

„Klara mun eindregið hafa ráðið Guðna frá því að fara í það viðtal. Samkvæmt upplýsingum sem úttektarnefndin fékk við athugun sína á málinu mun Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, hafa dregið sig út úr allri ráðgjöf um málið í kjölfar þeirrar ákvörðunar Guðna að fara í viðtalið.

Einnig hafi almannatengslafyrirtækið KOM veitt Guðna þau ráð að hann ætti ekki að fara í viðtalið. Í tölvupósti til úttektarnefndarinnar sagði Guðni að KOM hafi ráðið honum frá því að mæta í viðtalið hjá RÚV þar sem ekki hafi ríkt traust um að RÚV myndi gæta hlutlægni og hlutleysis í sínum fréttaflutningi.

Lýsti Guðni jafnframt þeirri afstöðu að miðað við efnistökin mætti segja að það hefði komið í ljós, bæði í vöntun RÚV á að afla sér upplýsinga um málið og hunsun þeirra upplýsinga sem hann lét í té sem skiptu verulegu máli að hans viti,“ segir ennfremur í skýrslunni.

mbl.is