Hagkaup opnar risa netverslun með snyrtivörur

Snyrtibuddan | 8. desember 2021

Hagkaup opnar risa netverslun með snyrtivörur

Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivörudeildar Hagkaups er komin í mikið jólaskap. Hún segir að snyrtivörur séu vinsælar jólagjafir en á næstu vikum mun Hagkaup opna netverslun þar sem fólk um allt land getur keypt allar þær snyrtivörur sem fást í verslununum á netinu.  

Hagkaup opnar risa netverslun með snyrtivörur

Snyrtibuddan | 8. desember 2021

Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri hjá Hagkaup.
Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri hjá Hagkaup.

Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivörudeildar Hagkaups er komin í mikið jólaskap. Hún segir að snyrtivörur séu vinsælar jólagjafir en á næstu vikum mun Hagkaup opna netverslun þar sem fólk um allt land getur keypt allar þær snyrtivörur sem fást í verslununum á netinu.  

Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivörudeildar Hagkaups er komin í mikið jólaskap. Hún segir að snyrtivörur séu vinsælar jólagjafir en á næstu vikum mun Hagkaup opna netverslun þar sem fólk um allt land getur keypt allar þær snyrtivörur sem fást í verslununum á netinu.  

„Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi hjá okkur. Það er gaman að segja frá því að húðvörumerkið Kiehl’s er komið í sölu í Hagkaup Kringlu og Smáralind. Merkið þykir eitt af flottustu húðvörumerkjunum á snyrtivörumarkaðnum í dag. Kiehl’s var stofnað fyrir meira en 150 árum í Bandaríkjunum og nýtur mikilla vinsælda meðal allra aldurshópa og hjá öllum kynjum um allan heim. Það verður mjög spennandi að sjá hvort að það verði ekki jafn vinsælt hér á landi og annarsstaðar í heiminum,“ segir Rakel og bætir við: 

„Svo eru líka spennandi hlutir í farvatninu hjá stóru vörumerkjunum. Til dæmis er Chanel tískurisinn að koma með nýja húðvörulínu á næsta ári sem að margir aðdáendur Chanel bíða spenntir eftir. DIOR vörurnar urðu aftur fáanlegar á Íslandi í fyrra og fást hjá okkur í Hagkaup Smáralind og Akureyri og koma líka í Kringluna á nýju ári,“ segir hún. 

Aðspurð að því hvaða snyrtivörur hafi verið vinsælastar á árinu nefnir hún Bronzing gelið frá Sensai sem dæmi. 

„Vöruúrvalið hjá okkur er rosalega stórt og breitt og Sensai vörumerkið hefur verið gríðarlega vinsælt meðal íslendinga og selst Bronzing gelið þeirra hraðar en heitar lummur. Einnig hefur Micro mousse-in frá þeim slegið í gegn í ár. En við sjáum líka að íslensk húðvörumerki eru að njóta vaxandi vinsælda. Merki eins og Bioeffect, Taramar og Chitocare hafa öll aukið sölu sína á þessu ári enda eru þau með gæðavörur sem að íslendingar eru farnir að þekkja. Gaman er að segja frá því að öll þessi merki hafa unnið til ýmissa verðlauna á árinu. IT Cosmetics er líka vörumerki sem kom í sölu í mars á þessu ári og hafa vinsældir merkisins farið fram úr okkar björtustu vonum. En það eru ekki bara andlits- og förðunarvörur sem að voru mjög vinsælar á árinu. Bondi Sands sjálfbrúnkuvörurnar voru til dæmis fljótar að skapa sér pláss í hillunum hjá okkur og naglalökkin frá Nailberry slóu hressilega í gegn í ár enda eru þetta gæða naglalökk og útlit umbúða hið glæsilegasta.“

Rakel segir að það sé vinsælt að gefa snyrtivörur í jólagjöf. 

„Gjafaöskjur eru alltaf falleg gjöf og góð kaup þar sem að oft er verulegur kaupauki í hverri öskju. Einnig er auðvelt að skila og skipta gjöfum í Hagkaup og því ættu allir aldurshópar að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að gjafaaskja er gjöf sem gleður.“

Rakel segir að það sé margt í gangi núna en Hagkaup er að vinna í að opna risastóra snyrtivöruverslun á netinu. 

„Nú erum við á lokametrunum við mikla vinnu að þróun á glæsilegri netverslun fyrir snyrtivörudeild Hagkaup og mun hún opna á næstu vikum. Ættu því allir Íslendingar að geta verslað sér nær allar húð- og snyrtivörur sem eru fáanlegar hjá okkur þegar þeim hentar, hvar sem þeir eru staddir á landinu,“ segir hún. 

HÉR er hægt að lesa snyrtivörublað Hagkaups. 

mbl.is