Fyrrverandi stjórnarmaður KSÍ biðst afsökunar

Kynferðisbrot innan KSÍ | 9. desember 2021

Fyrrverandi stjórnarmaður KSÍ biðst afsökunar

Magnús Gylfason, fyrrverandi stjórnarmaður KSÍ, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að hann hafi hitt Ragnar Sigurðsson, landsliðsmann í knattspyrnu, og fyrrverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að lögreglan var kölluð á heimili þeirra árið 2016 vegna gruns um heimilisofbeldi. Þetta kom fram í samtali hans við fótbolta.net í gær.

Fyrrverandi stjórnarmaður KSÍ biðst afsökunar

Kynferðisbrot innan KSÍ | 9. desember 2021

Magnús Gylfason á æfingu íslenska karlalandsliðsins í september árið 2018.
Magnús Gylfason á æfingu íslenska karlalandsliðsins í september árið 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magnús Gylfason, fyrrverandi stjórnarmaður KSÍ, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að hann hafi hitt Ragnar Sigurðsson, landsliðsmann í knattspyrnu, og fyrrverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að lögreglan var kölluð á heimili þeirra árið 2016 vegna gruns um heimilisofbeldi. Þetta kom fram í samtali hans við fótbolta.net í gær.

Magnús Gylfason, fyrrverandi stjórnarmaður KSÍ, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að hann hafi hitt Ragnar Sigurðsson, landsliðsmann í knattspyrnu, og fyrrverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að lögreglan var kölluð á heimili þeirra árið 2016 vegna gruns um heimilisofbeldi. Þetta kom fram í samtali hans við fótbolta.net í gær.

ÍSÍ sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að skýrslan hefði verið uppfærð þar sem Magnús hefði farið með rangt mál.

„Þetta er rétt hjá fyrrverandi konu Ragga Sig að þetta var ekki daginn eftir atvikið, minnið mitt er bara ekki betra,“ sagði Magnús í samtali við fótbolta.net.

„Mig minnti að þetta hefði verið þannig og þess vegna sagði ég frá því en þetta var greinilega einhverjum dögum eftir atvikið. Ég vil biðja hana innilega afsökunar á þeim mistökum.

Ég hef þegar komið því á framfæri við nefndina sem tók skýrsluna. Það stóð aldrei annað til en að segja satt og rétt frá," bætti Magnús við í samtali við fótbolta.net.

mbl.is