Skjálftahrina í Vatnafjöllum við Heklu

Hekla | 13. desember 2021

Skjálftahrina í Vatnafjöllum við Heklu

Sex jarðskjálftar urðu í Vatnafjöllum á milli klukkan 16:04 og 16:11. Sá stærsti var 3,5 að stærð, annar 3,2 að stærð og sá þriðji 3,0. 

Skjálftahrina í Vatnafjöllum við Heklu

Hekla | 13. desember 2021

Hekla.
Hekla. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sex jarðskjálftar urðu í Vatnafjöllum á milli klukkan 16:04 og 16:11. Sá stærsti var 3,5 að stærð, annar 3,2 að stærð og sá þriðji 3,0. 

Sex jarðskjálftar urðu í Vatnafjöllum á milli klukkan 16:04 og 16:11. Sá stærsti var 3,5 að stærð, annar 3,2 að stærð og sá þriðji 3,0. 

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Fljótshlíð. 

Óvissustigi aflýst í Grímsvötnum

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands eru ekki ummerki um gosóróa á svæðinu. 

Uppfært kl. 16.50: Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 

Varað við ferðum

„Mest allt vatn hefur nú runnið úr Grímsvötnum og náði hlaupið hámarki 5. desember.  Rennsli í Gígjukvísl nálgast nú eðlilegt vetrarrennsli. 

Samfara hlaupinu myndaðist 60 m djúpur og 500-600 m breiður sigketill suðaustur af Grímsfjalli auk þess sem 1300 m löng og 600 m breið sigdæld myndaðist austur af Grímsfjalli.  Sprungur hafa því myndast á ferðaleið austur af Grímsfjalli og er varað við ferðum á þeim slóðum.“

mbl.is