676 milljóna sekt fyrir að útvega Rússum eldsneyti

Sýrland | 14. desember 2021

676 milljóna sekt fyrir að útvega Rússum þotueldsneyti

Héraðsdómstóll í Óðinsvéum í Danmörku hefur sektað tvö dönsk fyrirtæki og dæmt stjórnanda þeirra, Keld Demant, í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útvegað rússneska flughernum í Sýrlandi þotueldsneyti. Þetta er brot á gildandi refsiaðgerðum Evrópusambandsins.

676 milljóna sekt fyrir að útvega Rússum þotueldsneyti

Sýrland | 14. desember 2021

Hermenn við rússneska þotu í Sýrlandi. Myndin er úr safni.
Hermenn við rússneska þotu í Sýrlandi. Myndin er úr safni. AFP

Héraðsdómstóll í Óðinsvéum í Danmörku hefur sektað tvö dönsk fyrirtæki og dæmt stjórnanda þeirra, Keld Demant, í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útvegað rússneska flughernum í Sýrlandi þotueldsneyti. Þetta er brot á gildandi refsiaðgerðum Evrópusambandsins.

Héraðsdómstóll í Óðinsvéum í Danmörku hefur sektað tvö dönsk fyrirtæki og dæmt stjórnanda þeirra, Keld Demant, í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útvegað rússneska flughernum í Sýrlandi þotueldsneyti. Þetta er brot á gildandi refsiaðgerðum Evrópusambandsins.

Um er að ræða fyrirtækið Dan-Bunkering og móðurfélag þess, Bunker Holding, sem Demant stýrir. Félögin hafa verið sektuð um 34 milljónir danskra kr. sem jafngildir um 676 milljónum íslenskra kr. 

Fyrirtækin fluttu um 172.000 tonn af þotueldsneyti til tveggja rússneskra fyrirtækja í alls 33 skipti á milli áranna 2015 og 2017. 

Eldsneytið er metið á um 90 milljónir evra, sem samsvarar um 13 milljörðum kr. Það var síðan flutt til Sýrlands þar sem það var notað sem eldsneyti fyrir rússneskar herþotur. 

Ákæruvaldið krafðist tveggja ára fangelsis yfir Demant og að 400 milljónir danskra kr. í sekt. Reikna má með að málinu verði áfrýjað. 

Demant og forsvarsmenn fyrirtækjanna neituðu sök. Þeir héldu því fram að þær gætu ekki stjórnað því hvað rússneskir viðskiptavinir, sem viðskiptaþvinganirnar náðu ekki til, ætluðu sér með eldsneytið. 

mbl.is