Eitursvöl Arna er öðruvísi í notuðum fötum

Fatastíllinn | 14. desember 2021

Eitursvöl Arna er öðruvísi í notuðum fötum

Arna Inga Arnórsdóttir fatahönnunarnemi kaupir flest fötin sín notuð en þegar hún á fyrir því kaupir hún dýrari flíkur sem hún veit að munu endast lengi. Henni finnst heillandi hvernig fólk getur skapað sér ímynd með fatnaði. 

Eitursvöl Arna er öðruvísi í notuðum fötum

Fatastíllinn | 14. desember 2021

Arna Inga Arnórsdóttir fatahönnunarnemi er með flottan fatastíl.
Arna Inga Arnórsdóttir fatahönnunarnemi er með flottan fatastíl. Ljósmynd/Elín Arna Kristjánsdóttir

Arna Inga Arnórsdóttir fatahönnunarnemi kaupir flest fötin sín notuð en þegar hún á fyrir því kaupir hún dýrari flíkur sem hún veit að munu endast lengi. Henni finnst heillandi hvernig fólk getur skapað sér ímynd með fatnaði. 

Arna Inga Arnórsdóttir fatahönnunarnemi kaupir flest fötin sín notuð en þegar hún á fyrir því kaupir hún dýrari flíkur sem hún veit að munu endast lengi. Henni finnst heillandi hvernig fólk getur skapað sér ímynd með fatnaði. 

„Fatastíllinn minn er mjög breytilegur eftir líðan eða veðri. Oft finnst mér gott að gera mig extra fína þegar ég er döpur, annars finnst mér yfirleitt skemmtilegast að leika mér og para föt saman sem ég hef kannski ekki gert áður,“ segir Arna þegar hún lýstir fatastílnum sínum. 

Arna útskrifast sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í vor og endurspeglast hönnun hennar í fatastílnum hennar. Fötin sem hún hannar eru föt sem hún myndi ganga í eða eru gerð út frá hennar persónulega stíl. 

Settir þú alltaf stefnuna á að verða fatahönnuður?

„Já, fatahönnun hefur alltaf verið númer eitt. Ég man eftir mér lítilli að búa til kjóla á Barbie-dúkkurnar mínar úr eldhúspappír og límbandi. Ég hef alltaf verið heltekin af fötum hvort sem það voru föt sem fólkið í kringum mig klæddist eða í sjónvarpinu. Ég byrjaði að sauma ballkjóla á mig fyrir grunnskóla og menntaskólaböll og svo endaði ég hér í Listaháskólanum að læra fatahönnun.“

Arna saumaði jakkann sjálf. Lágar gallabuxur eru í tísku en …
Arna saumaði jakkann sjálf. Lágar gallabuxur eru í tísku en þessar fékk hún notaðar í Rauða krossinum sem og skóna. Ljósmynd/Elín Arna Kristjánsdóttir
Jakkinn sem Arna saumaði er með flottu mynstri.
Jakkinn sem Arna saumaði er með flottu mynstri. Ljósmynd/Elín Arna Kristjánsdóttir

Hvert sækir þú innblástur?

„Ég sæki mest innblástur með því að fylgjast með fólki í umhverfinu og hvernig fólk getur skapað mismunandi karaktera eða ímynd með klæðnaði. Einnig fylgist ég reglulega með tískuvikunum eða þá leita aftur í tímann og skoða hvað var í tísku þá.“

Mótorhjólajakkinn er gamall. Buxurnar eru úr Rauða krossinum en Arna …
Mótorhjólajakkinn er gamall. Buxurnar eru úr Rauða krossinum en Arna saumaði sjálf endurskinsmerki í þær. Kuldaskórnir eru einnig úr Rauða krossinum en Arna málaði þá hvíta. Ljósmynd/Elín Arna Kristjánsdóttir

Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi hjá þér?

„Akkúrat núna eru það Rick Owens, Demna Gvasalia, Ottolinger dúóið, Charlotte Knowles og svo eru það náttúrulega alltaf icon eins og Alexander McQueen, Martin Margiela og Hussein Chalayan.“

Kaupir þú ný föt eða reynir þú að kaupa notað?

„Ég kaupi langflest fötin mín notuð eða ræni gömlum fötum af móður minni. Þegar ég á fyrir því kaupi ég mér stundum fínar dýrari flíkur sem munu endast mér að eilífu.“

Arna gengur mikið í gömlum fötum af móður sinni en …
Arna gengur mikið í gömlum fötum af móður sinni en þennan leðurjakki átti móður hennar einmitt. Skotapilsið fann hún í Rauða krossinum og klippti það til. Ljósmynd/Elín Arna Kristjánsdóttir

Hvað er í tísku núna?

„Að mínu mati þá er mjög mikil litadýrð í tísku, diy prjón/hekl, „low rise jeans“ og 2000's er svolítið að koma til baka.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Það breytist. Oft á ég mér uppáhaldsflík í kannski mánuð og ofnota hana og svo breytist það í eitthvað annað. Akkúrat núna þá er svarta loðvestið mitt sem ég rændi af mömmu í uppáhaldi.“

Undir loðvestinu af móður sinni er Arna í langermabol frá …
Undir loðvestinu af móður sinni er Arna í langermabol frá Helmut Lang og svo ljósri gollu frá móður sinni, Pilsið og skórnir eru úr Rauða krossinum. Ljósmynd/Elín Arna Kristjánsdóttir

Bestu fatakaup sem þú hefur gert?

„Allar notuðu flíkurnar mínar, þær eru allar með svo mikið líf og eru mér dýrmætar.“

En verstu?

„Vetements jogging buxur sem voru alltof dýrar og ég nota aldrei og allt sem ég keypti af „fast fashion“ keðjum í gamla daga.“

Hattar eru í uppáhaldi hjá Örnu.
Hattar eru í uppáhaldi hjá Örnu. Ljósmynd/Elín Arna Kristjánsdóttir

Áttu þér uppáhaldsfylgihlut?

„Ég er með hattaæði. Uppáhalds hatturinn minn er loðhattur frá Rússlandi sem mamma mín átti.“

Hvað er nauðsynlegt að eiga í vetur?

Fyrir mig þá finnst mér nauðsynlegt að eiga nóg af jökkum og kápum til þess að „layera“, góða loðhatta, og trefil.“

mbl.is