„Við þetta verður ekki unað“

Guðmundar- og Geirfinnsmál | 17. desember 2021

„Við þetta verður ekki unað“

Landsréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða samtals 610 milljónir í bætur til Guðjóns Skarphéðinssonar og dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, tveim­ur af sak­born­ing­um í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­um. Hins vegar var ríkið sýknað af bótakröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar.

„Við þetta verður ekki unað“

Guðmundar- og Geirfinnsmál | 17. desember 2021

Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar.
Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Ljósmynd/Kristin Bogadottir

Landsréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða samtals 610 milljónir í bætur til Guðjóns Skarphéðinssonar og dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, tveim­ur af sak­born­ing­um í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­um. Hins vegar var ríkið sýknað af bótakröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar.

Landsréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða samtals 610 milljónir í bætur til Guðjóns Skarphéðinssonar og dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, tveim­ur af sak­born­ing­um í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­um. Hins vegar var ríkið sýknað af bótakröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar.

Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva, segir í samtali við mbl.is að sýknað hafi verið vegna þess að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað og að við málshöfðun renni krafan ekki til dánarbúsins. Annað hafi verið upp á teningnum með Kristján Viðar, en hann hafi verið á lífi þegar málið var höfðað.

Fjölskylda Tryggva Rúnars í Hæstarétti árið 2018. Sjöfn Sig­ur­björns­dótt­ir, ekkja …
Fjölskylda Tryggva Rúnars í Hæstarétti árið 2018. Sjöfn Sig­ur­björns­dótt­ir, ekkja Tryggva Rún­ars, er fremst á myndinni. mbl.is/Hari

„Þetta þýðir að íslenska ríkið hefur fjárhagslegan ábata af andláti manns sem það er uppvíst af því að pynta og frelsissvipta í þúsund daga,“ segir Páll Rúnar í samtali við mbl.is eftir að dómurinn féll. „Við það verður ekki unað,“ bætir hann við.

Spurður hvort það þýði að málið verði tekið lengra áfram segist Páll Rúnar telja svo vera. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar hið fyrsta.“ Það sé þó að því gefnu að íslenska ríkið bæti ekki tjón Tryggva af eigin frumkvæði. „Það hefur verið yfirlýstur vilji íslenska ríkisins að allir sem voru sakfelldir sitji við sama borð,“ segir Páll Rúnar.

Tryggvi Rúnar Leifsson kemur frá réttarhöldunum á sínum tím.
Tryggvi Rúnar Leifsson kemur frá réttarhöldunum á sínum tím.
mbl.is