Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Vestmannaeyja tvisvar sinnum í viku, mánudaga og föstudaga er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Vestmannaeyja tvisvar sinnum í viku, mánudaga og föstudaga er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Vestmannaeyja tvisvar sinnum í viku, mánudaga og föstudaga er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Þá segir að flug í kringum hátíðirnar verði með aðeins öðrum hætti en þegar föst áætlun byrjar í upphafi nýs árs. Fyrsta flug verður á Þorláksmessu, á fimmtudag.
„Er þetta samkomulag gert í ljósi þess að eftirspurn í innanlandsflugi hefur dregist mikið saman í Covid-19 faraldrinum og ljóst að flug til Eyja mun ekki hefjast, að óbreyttu, að nýju á markaðslegum forsendum,“ segir í tilkynningunni.
Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá árinu 2010 til í september 2020. Flugið var þá lagt niður haustið 2020 vegna lítillar eftirspurnar.
„Félagið hlakkar mikið til að hefja sig til flugs á Eyjar og vonast eftir að sem flestir geti nýtt sér þjónustuna þó um lágmarksflug sé að ræða tímabundið,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu Erni.