Viðskiptakonan og sjónvarpsstjarnan Martha Stewart er hvergi af baki dottin þó hún sé komin á níræðisaldurinn. Nýverið auglýsti hún postulíns sett, nánar tiltekið sett með 14 styttum af fæðingu jesúkrists.
Viðskiptakonan og sjónvarpsstjarnan Martha Stewart er hvergi af baki dottin þó hún sé komin á níræðisaldurinn. Nýverið auglýsti hún postulíns sett, nánar tiltekið sett með 14 styttum af fæðingu jesúkrists.
Viðskiptakonan og sjónvarpsstjarnan Martha Stewart er hvergi af baki dottin þó hún sé komin á níræðisaldurinn. Nýverið auglýsti hún postulíns sett, nánar tiltekið sett með 14 styttum af fæðingu jesúkrists.
Stytturnar, sem Stewart auglýsti til sölu á samfélagsmiðlinum TikTok, eru eftirlíkingar af þeim styttum sem hún föndraði þegar hún sat inni í fangelsi í fimm mánuði á árunum 2004 til 2005. Sat Stewart fyrir að hafa logið til um sölu á hlutabréfum.
Í Alderson-fangelsinu naut hún þess að fara á postulínsnámskeið og á námskeiðinu bjó hún til 14 styttur af fæðingu Jesúbarnsins. Þar á meðal eru María, Jósef, Jesúbarnið, vitringarnir þrír og fleiri hressar persónur sem tengjast fæðingunni.
„Þetta eru nákvæmlegar eftirlíkingar af fæðingarsettinu sem ég gerði á postulínsnámskeiðinu þegar ég var í búðunum,“ sagði Stewart í léttum tón í myndbandinu, en hún grínast reglulega með fangelsisvistina.
Á upprunalegu styttunum er fanganúmer Stewart og ákvað hún að merkja fjöldaframleiddasettið einnig með númerinu sínu.