Það hættir að skipta máli að vera mjór

Farðu úr bænum | 21. desember 2021

Það hættir að skipta máli að vera mjór

Sjónvarpsstjarnan Berglind Pétursdóttir, jafnan kennd við Festival, er ein vinsælasta sjónvarpskona landsins. Hún er þó ekki allra eins og hún sagði Kötu Vignis í nýjast hlaðvarpsþættinum af Farðu úr bænum. Berglind segir sjötugan mann í Breiðholtinu reglulega senda henni hatursskilaboð. 

Það hættir að skipta máli að vera mjór

Farðu úr bænum | 21. desember 2021

Berglind Festival Pétursdóttir.
Berglind Festival Pétursdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjónvarpsstjarnan Berglind Pétursdóttir, jafnan kennd við Festival, er ein vinsælasta sjónvarpskona landsins. Hún er þó ekki allra eins og hún sagði Kötu Vignis í nýjast hlaðvarpsþættinum af Farðu úr bænum. Berglind segir sjötugan mann í Breiðholtinu reglulega senda henni hatursskilaboð. 

Sjónvarpsstjarnan Berglind Pétursdóttir, jafnan kennd við Festival, er ein vinsælasta sjónvarpskona landsins. Hún er þó ekki allra eins og hún sagði Kötu Vignis í nýjast hlaðvarpsþættinum af Farðu úr bænum. Berglind segir sjötugan mann í Breiðholtinu reglulega senda henni hatursskilaboð. 

Berglind segir viðtökurnar við innslögunum hennar á Vikunni strax hafa verið góðar. Það eru þó nokkrir aðilar sem að þurfa að láta vita að þeir séu ekki sammála henni og senda henni reglulega skilaboð. Það er þá sérstaklega einn aðili sem sagði henni að skila inn uppsagnarbréfi eftir að hafa gert svona hræðilegan þátt í Vikunni.

„Mér þykir smá vænt um hann af því að hann hatar mig svo ógeðslega mikið. Hann þolir mig ekki og þolir ekki að ég fái skattpeningana hans í laun eða eitthvað. Hann sendir mér sms og er líka bara í símaskránni eins og ég þannig að ég veit hver hann er,“ segir Berglind.

Berglind er menntaður dansari og segir hún að dansinn geti haft mikil áhrif á líkamsímyndina. Hún átti það til að pæla mikið í líkamanum sínum og átti erfitt með þær hugsanir. Með aldrinum hætti það að vera jafn mikið mál. 

„Þá hættir að skipta máli að vera eitthvað mjór þannig að ég er bara eins og ég er og finnst það æði núna en það hafa alveg verið mörg tár út af því en ekki lengur. Nú er maður bara æði og verður bara meira æði með hverju árinu. Sem er ógeðslega gaman, það er ógeðslega gaman að upplifa það. Þannig að ef einhverjum finnst hann vera glataður þá verður það betra, ég lofa,“ segir hún. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is