Fjórða konan sakar Noth um kynferðisbrot

Kynferðisbrot í Hollywood | 23. desember 2021

Fjórða konan sakar Noth um kynferðisbrot

Fjórða konan hefur stigið fram og sakað leikarann Chris Noth um kynferðisbrot en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið Mr. Big í þátt­un­um Sex and the City.

Fjórða konan sakar Noth um kynferðisbrot

Kynferðisbrot í Hollywood | 23. desember 2021

Leikarinn Chris Noth.
Leikarinn Chris Noth. AFP

Fjórða konan hefur stigið fram og sakað leikarann Chris Noth um kynferðisbrot en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið Mr. Big í þátt­un­um Sex and the City.

Fjórða konan hefur stigið fram og sakað leikarann Chris Noth um kynferðisbrot en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið Mr. Big í þátt­un­um Sex and the City.

Söngkonan og tónskáldið Lisa Gentile sagði á blaðamannafundi í dag að Noth hefði brotið á henni kynferðislega árið 2002 og hótað að eyðileggja feril hennar ef hún segði nokkrum frá.

Brotið átti sér stað á heimili Gentile í New York þar sem Noth á að hafa þreifað á henni og neytt hana til að snerta sig.

„Svo varð hann ágengari og lagði báðar hendur á brjóst mín og byrjaði að kreista þau mjög fast. Ég reyndi að fá hann til að hætta. Síðan neyddi hann mig til að klæða hann úr skyrtunni og svo til að snerta typpið á honum. Mér tókst að ýta honum frá mér og segja að ég vildi þetta ekki,“ sagði Gentile á fundinum og bætti við að Noth hefði þá orðið mjög reiður og kallað hana tík. 

Lögmaður Gentile sagði að hún gæti ekki kært Noth þar sem nærri 20 ár eru frá brotinu og það því fyrnt.

mbl.is