Er hægt að skrapa jólasteikina innan úr ofninum? Hér eru bestu trixin til að græja málið á svipstundu svo að græjan verði klár fyrir áramót.
Er hægt að skrapa jólasteikina innan úr ofninum? Hér eru bestu trixin til að græja málið á svipstundu svo að græjan verði klár fyrir áramót.
Svona hreinsar þú ofninn
- Takið ofngrindina og bökunarplötur úr ofninum.
- Blandið natroni saman við vatn þannig að massinn verði þéttur í sér. Þannig er auðveldara að smyrja blöndunni á þá fleti sem þú vilt þrífa.
- Eftir að hafa makað blöndunni á skítugu staðina muntu sjá að hún verður brún á lit þar sem natronið er að taka í sig allan skítinn.
- Látið standa í 12 tíma og þurrkið á eftir með rökum og hreinum klút.
Er ofninn enn þá skítugur?
- Setjið edik í úðabrúsa og sprautaðu á skítugu staðina.
- Hitið ofninn á 50° í 20-30 mínútur.
- Þurrkið á eftir með hreinum rökum klút.
Fljótlega og einfalda leiðin
- Setjið fat með vatni og sítrónusafa inn í ofn og stillið á 50°.
- Eftir nokkra tíma muntu auðveldlega geta hreinsað matarleifarnar burt.