Rúna Sif Rafnsdóttir er kona ársins!

Áramót | 28. desember 2021

Rúna Sif Rafnsdóttir er kona ársins!

Rúna Sif Rafnsdóttir er kona ársins á Smartlandi. Lesendur kusu og langflest atkvæði komu í hennar hlut. Það er ekkert skrýtið því það eru ekki margir sem eru tilbúnir til þess að gefa af líffærum sínum til að bjarga lífi annarra. Hún bjargaði lífi lítils vinar, Elds Elís Bjarkasonar, en honum var vart hugað líf því hann þurfti nýja lifur. 

Rúna Sif Rafnsdóttir er kona ársins!

Áramót | 28. desember 2021

Rúna Sif Rafnsdóttir.
Rúna Sif Rafnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúna Sif Rafnsdóttir er kona ársins á Smartlandi. Lesendur kusu og langflest atkvæði komu í hennar hlut. Það er ekkert skrýtið því það eru ekki margir sem eru tilbúnir til þess að gefa af líffærum sínum til að bjarga lífi annarra. Hún bjargaði lífi lítils vinar, Elds Elís Bjarkasonar, en honum var vart hugað líf því hann þurfti nýja lifur. 

Rúna Sif Rafnsdóttir er kona ársins á Smartlandi. Lesendur kusu og langflest atkvæði komu í hennar hlut. Það er ekkert skrýtið því það eru ekki margir sem eru tilbúnir til þess að gefa af líffærum sínum til að bjarga lífi annarra. Hún bjargaði lífi lítils vinar, Elds Elís Bjarkasonar, en honum var vart hugað líf því hann þurfti nýja lifur. 

Rúna Sif prýðir forsíðu áramótablaðs Smartlands sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Hún segir að það hafi komið sér á óvart að hún væri kona ársins. 

„Mér finnst þetta mjög óraunverulegt og stórt. Mér finnst það merkilegt og ekki eitthvað sem ég hafði velt fyrir mér þegar þetta magnaða og óvænta ferðalag hófst. Það að sjá nafn sitt mikið til umræðu undanfarið hér og þar, að fá þennan mikla heiður frá ykkur með að vera kosin kona ársins og að fá allar þessar fallegu kveðjur frá fólki sem ég þekki og þekki ekki er mikið og stórt. En þessi saga er líka svo stór og falleg. Það sem ég gerði var stórt og ég skil að fólk sjái það, en þarna var lítið barn í neyð og þurfti hjálp til að halda lífinu. Ég finn ekki orðin yfir hversu þakklát ég er hvernig þetta fór og að ég hafi getað hjálpað,“ segir Rúna Sif.  

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Rúna Sif Rafnsdóttir og Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála …
Rúna Sif Rafnsdóttir og Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is. Smartland færði henni blómvönd og gjafakort í Mathilda í Kringlunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Rúna Sif Rafnsdóttir prýðir forsíðu áramótablaðs Smartlands.
Rúna Sif Rafnsdóttir prýðir forsíðu áramótablaðs Smartlands.
mbl.is