Yfir 40 þúsund fari í ríkið í dag

Áramót | 30. desember 2021

Yfir 40 þúsund fari í ríkið í dag

Búist er við að yfir 40 þúsund leggi leið sína í Vínbúðina í dag í aðdraganda áramótanna, en dagurinn hefur verið einn stærsti dagur ársins hjá Vínbúðinni um árabil.

Yfir 40 þúsund fari í ríkið í dag

Áramót | 30. desember 2021

Búist er við að yfir 40 þúsund leggi leið sína …
Búist er við að yfir 40 þúsund leggi leið sína í Vínbúðina í dag í aðdraganda áramóta. mbl.is/Unnur Karen

Búist er við að yfir 40 þúsund leggi leið sína í Vínbúðina í dag í aðdraganda áramótanna, en dagurinn hefur verið einn stærsti dagur ársins hjá Vínbúðinni um árabil.

Búist er við að yfir 40 þúsund leggi leið sína í Vínbúðina í dag í aðdraganda áramótanna, en dagurinn hefur verið einn stærsti dagur ársins hjá Vínbúðinni um árabil.

Þetta segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar, í svari við fyrirspurn mbl.is.

Einnig má vænta að færri viðskiptavinir muni versla fyrri hluta dags en að jafnaði er mesta traffíkin eftir kl. 15 og fram til kl. 19.

12 prósent desembersölunnar í dag

Þá muni seldir lítrar nema um 250-280 þúsund lítrum, aðeins í dag. En í mánuðinum öllum, að undanskildum gærdeginum, hafa selst tæplega 2,2 milljón lítrar. Má því búast við að um 12 prósent allrar desembersölunnar sé í dag.

Þar að auki kemur fram að salan í ár sé um 10% minni en árið 2020 en þó 12 prósent meiri en árið 2019, enda um tvö óhefðbundin ár að ræða.

Lengdur opnunartími Vínbúðarinnar er í dag en opið er til kl. 20 á öllum stöðum höfuðborgarsvæðisins. Opið verður frá kl. 9-14 á morgun samkvæmt vefsíðu þeirra.

mbl.is