Flugeldasalan skotgengur og álagið dreifst vel

Áramót | 31. desember 2021

Flugeldasalan skotgengur og álagið dreifst vel

Flugeldasala Björgunarsveitanna hefur gengið afar vel, líkt og undanfarin ár. Eftir mikla vinnu undanfarið ár tókst að tryggja að allar vörur komust til landsins og virðist vera að landsmenn séu sama hugar og í fyrra, vel sé vert að sprengja árið á brott. Þá virðist almenningur hafa virt tilmæli um að bíða ekki fram á síðustu stundu með flugeldakaup, vegna sóttvarna.

Flugeldasalan skotgengur og álagið dreifst vel

Áramót | 31. desember 2021

Ljósadýrð á áramótum.
Ljósadýrð á áramótum. mbl.is/Árni Sæberg

Flugeldasala Björgunarsveitanna hefur gengið afar vel, líkt og undanfarin ár. Eftir mikla vinnu undanfarið ár tókst að tryggja að allar vörur komust til landsins og virðist vera að landsmenn séu sama hugar og í fyrra, vel sé vert að sprengja árið á brott. Þá virðist almenningur hafa virt tilmæli um að bíða ekki fram á síðustu stundu með flugeldakaup, vegna sóttvarna.

Flugeldasala Björgunarsveitanna hefur gengið afar vel, líkt og undanfarin ár. Eftir mikla vinnu undanfarið ár tókst að tryggja að allar vörur komust til landsins og virðist vera að landsmenn séu sama hugar og í fyrra, vel sé vert að sprengja árið á brott. Þá virðist almenningur hafa virt tilmæli um að bíða ekki fram á síðustu stundu með flugeldakaup, vegna sóttvarna.

„Óhætt er að segja að salan gengur afar vel líkt og undanfarin ár og almenningur virðist enn velviljaður björgunarsveitunum og vill halda sín áramót og sprengja sína flugelda,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Þá hafi tekist vel til með að koma þeim skilaboðum áleiðis til almennings að geyma ekki flugeldasöluna fram á eftirmiðdegi gamlársdags, vegna sóttvarna. Álagið hafi dreifst vel yfir dagana fjóra og segir hann björgunarsveitirnar þakklátar fyrir það.

Tryggja gott úrval

Mikið álag hefur verið í millilanda flutningum í ár vegna faraldursins og segir Davíð að flugeldarnir falli svo sannarlega ekki út fyrir sviga í þeim efnum. Þrátt fyrir það hafi tekist að koma öllum gámum til landsins og þakkar hann ötulli vinnu yfir allt árið fyrir það.

Ítrekar hann þá þakkir til almennings sem og reyndar fyrirtækja í landinu fyrir stuðninginn á árinu sem nær ákveðnu hámarki nú í flugeldasölunni. Ljóst sé að rekstur björgunarsveitanna væri ekki í þeirri mynd sem raunin sé ef ekki væri fyrir öflugar fjáraflanir á borð við flugeldasöluna. Nefnir hann þó einnig bakvarðarverkefnið í þessu samhengi.

„Í bakvarðarverkefninu fáum við einnig góðan stuðning en þar er fólk að styrkja okkur mánaðarlega. Rekstur sveitanna, þjálfun starfsfólks og kaup á búnaði, allt treystir þetta á fjármagn og við erum bar a gífurlega þakklát fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu.“

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir fólk taka vel í …
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir fólk taka vel í tilmæli um að dreifa álaginu vegna sóttvarna. Ljósmynd/Landsbjörg

Kapparnir klassískir en skipið streymir út

Jónas Guðmundsson stendur vaktina hjá Flugbjörgunarsveitinni við Flugvallaveg og dælir út flugeldum í mannskapinn. Hann tekur undir með Davíð og segir söluna hafa gengið vel. Þá nefnir hann einnig mikilvægi þess og þakkar almenningi fyrir að hafa dreift álaginu vegna sóttvarna.

„Salan er bara ljómandi góð. Þá erum við einnig þakklát almenningi fyrir að hlusta og dreifa álaginu aðeins. En það var gert með sóttvarnir í huga. Tryggja að það mæti ekki allir í einu,“ segir Jónas í samtali við mbl.is.

Salan gengur vel við Flugvallarveg.
Salan gengur vel við Flugvallarveg.

Hann segir klassískar kappatertur á borð við Snorra Sturluson og Hallveigu Fróðadóttur seljast vel eins og endranær. Þá hafi ný vara, Björgunarskipið, sem er ílöng, stór terta hafa komið sterkt inn. Raunar hafi skipið „streymt út“. Þá séu fjölskyldupakkar eins og Tralli, Trausti og Troðni alltaf vinsælir og erfitt sé að gera upp á milli þeirra.

Að lokum minntu bæði Jónas og Davíð á mikilvægi þess að gæta fyllsta öryggis við meðhöndlun flugelda í kvöld. Það sé einfaldlega grunnforsenda þess að hægt sé að njóta áramótanna.

Salan hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar og sölumanns …
Salan hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar og sölumanns hjá björgunarsveitinni. mbl.is/Hari
mbl.is