Örlagaríkt ár framundan

Kjaraviðræður | 31. desember 2021

Örlagaríkt ár framundan

Kjarasamningar á almennum markaði eru lausir frá og með 1. nóvember næstkomandi og undirbúningur hjá verkalýðshreyfingunni, atvinnulífinu og hinu opinbera stendur yfir.

Örlagaríkt ár framundan

Kjaraviðræður | 31. desember 2021

Drífa Snædal, forseti ASÍ, fer yfir árið sem er framundan …
Drífa Snædal, forseti ASÍ, fer yfir árið sem er framundan hjá verkalýðshreyfingunni í áramótaviðtali við mbl.is. Ljósmynd/ASÍ

Kjarasamningar á almennum markaði eru lausir frá og með 1. nóvember næstkomandi og undirbúningur hjá verkalýðshreyfingunni, atvinnulífinu og hinu opinbera stendur yfir.

Kjarasamningar á almennum markaði eru lausir frá og með 1. nóvember næstkomandi og undirbúningur hjá verkalýðshreyfingunni, atvinnulífinu og hinu opinbera stendur yfir.

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að blikur séu á lofti í málefnum atvinnumarkaðarins og að árið 2022 verði að öllum líkindum tíðindamikið. 

„Undirbúningur að okkar hálfu er í fullum gangi, bæði greiningar á stöðu launafólks og svo eru öll aðildarfélög okkar að ráðast í kannanir um hvað brennur á fólki fyrir komandi samninga,“ segir Drífa. Hún segir þó augljóst að ákveðin atriði brenni helst á fólki og það kallist á við þau málefni sem ASÍ setti á oddinn fyrir alþingiskosningarnar í haust.

Húsnæðismálin setji tóninn

„Það eru húsnæðismálin. Það er og verður lykillinn að því hvernig til mun takast í kjarasamningum. Húsnæði er stærsti útgjaldaliður hverrar fjölskyldu og þar eru einkum tveir hópar sem við höfum mestar áhyggjur af; láglaunafólk sem er fast á leigumarkaði og fólk sem hefur verið að skuldbreyta, með breytilegum vöxtum, þenja sig og stöðu þeirra með hækkandi vöxtum. Fólk finnur harkalega fyrir því.“

Drífa segir að verkalýðshreyfingin hafi gert stjórnvöldum ljóst að þar liggi áherslur hreyfingarinnar og fengið gott veður hjá stjórnvöldum um að ráðist verði í húsnæðismálin strax á nýju ári. „Hvernig tekst til með það setur tóninn fyrir kjaraviðræðurnar.“

„Þetta verður örlagaríkt ár. Heilbrigðismálin verða sömuleiðis á oddinum, aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá erum við einkum og sér í lagi að hugsa um fólk um allt land sem þar að taka sér frí úr vinnu til að sækja sér heimbrigðisþjónustu um langan veg oft með íþyngjandi kostnaði.“

Velferðamál og kjarasamningar verði ekki slitin úr samhengi

Þessi tvö helstu atriði snúa bæði að stjórnvöldum. Verða þau í lykilhlutverki við samningaborðið?

„Þegar horft er á lífskjör almennings í heildina hlýtur alltaf að þurfa að taka tillit til stjórnvaldsaðgerða. Það hefur verið stef í kjarasamningum undanfarinna áratuga stór velferðakerfi hafa verið hluti lausnanna, hvort sem að það eru atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi eða húsnæðismál.“

Drífa bendir á framfaramál sem samið hefur verið um í kjarasamningum í gegnum tíðina og segir að velferðamál og kjarasamningar verði ekki slitin úr samhengi. „Við stöndum á tímamótum núna þar sem þessi atriði munu vega þungt.“

Hvaða áherslur verða gagnvart atvinnulífinu?

„Við stöndum núna í greiningum um hvernig tókst til með styttingu vinnuvikunnar. Það er augljóst mál að undirliggjandi kröfur um enn frekari styttingu eru uppi. Ég reikna með að það verði stór hluti af verkefnum næstu ára að auka frítíma fólks og þannig lífsgæði. Þá er krafan um að hífa lágmarkslaun upp í það sem samsvarar kostnaði við að lifa viðvarandi. Ég geri ráð fyrir að sú krafa verði hávær. Að öðru leiti sjáum við hvað kemur úr úr þessu lýðræðislega ferli sem öll okkar aðildarfélög standa fyrir núna, samtal við félagsmenn um áherslur þeirra.“

Styttingin tókst misvel

Einn stærsti áfangi lífskjarasamninganna raungerðist á verkalýðsdaginn í ár þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi hjá hinu opinbera.  Spurð út í reynsluna hingað til segir Drífa að styttingin hafi tekist misvel til.  

„Styttingin var meiri á hinum opinbera markaði, þar eru úrlausnarefnin líka stærri. Ég finn að það er vaxandi krafa hjá fólki að stytta vinnutímann. Það hefur færst ofar á blað. Auðvitað er þetta ástand í heimsfaraldri búið að opinbera margt sem er að í okkar vinnuumhverfi. Einstaklega mikið álag á konur, hvort sem það eru vinnandi konur í umönnunarstörfum og heilbrigðisþjónustu eða þriðja vaktin á heimilunum sem hefur verið sérstaklega íþyngjandi í Covid-19 ástandinu.“

Drífa segir að lokum að ekki megi sofna á verðinum gagnvart aðför að hinni skipulögðu verkalýðshreyfingu. „Þegar einstaka fyrirtæki, sem eru innan Samtaka atvinnulífsins, komast upp með það gera mikið lakari kjarasamninga við óburðug stéttarfélög, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það eru líka væringar á meðal atvinnurekenda. Þar eru ný atvinnurekendasamtök sem vilja gera einhverskonar öðruvísi kjarasamninga.

Það eru blikur á lofti og við munum reyna að verja hina skipulögðu verkalýðshreyfingu fram í rauðan dauðann, enda er hún undirstaðan að þeirri velferð sem við þó búum við í dag.“

mbl.is