Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdan, hefur sagt af sér eftir að öryggissveitir myrtu þrjá mótmælendur í dag.
Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdan, hefur sagt af sér eftir að öryggissveitir myrtu þrjá mótmælendur í dag.
Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdan, hefur sagt af sér eftir að öryggissveitir myrtu þrjá mótmælendur í dag.
Mótmælendurnir voru að mótmæla herforingjastjórn landsins. Á vef CCN er greint frá því að tveir voru skotnir í bringuna og þriðji lést úr höfuðáverkum.
Í október lýsti Abdel Fattah al-Burhan, yfirhershöfðingi og forsprakki valdaránsins, yfir neyðarástandi í Súdan og steypti ríkisstjórninni af stóli. Hamdok hafði verið í stofufangelsi síðan en mikil mótmæli brutust út eftir valdaránið.
Í lok nóvember komust al-Burhan og Hamdok síðan að þeirri niðurstöðu að Hamdok tæki aftur við stjórn landsins.
Þúsundir mótmæltu hins vegar þeirri niðurstöðu og litlum árangri ríkisstjórnar Hamdok sem herinn heldur í heljargreipum.
Að minnsta kosti 57 hafa látist í mótmælum síðan Hamdok tók aftur við stjórn í nóvember.
„Ég hef reynt að gera mitt besta í að koma í veg fyrir að landið verði fyrir hörmungum,“ sagði Harmdok í sjónvarpsávarpi nokkrum klukkustundum eftir mótmælin. Þá sagði hann Súdan vera á hættulegum tímamótum.
Hamadok er menntaður viðskiptafræðingur og hefur unnið fyrir Sameinuðu þjóðirnar og ýmis samtök í Afríku.