Aldrei nota kókósolíu á húðina

Hártrix Baldurs | 5. janúar 2022

Aldrei nota kókósolíu á húðina

Hvernig er best að hugsa um húðina þannig að hún eldist sem best? Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro tók saman upplýsingar um hvernig er best að hugsa um húðina þannig að fólk verði sem frísklegast. 

Aldrei nota kókósolíu á húðina

Hártrix Baldurs | 5. janúar 2022

Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro.
Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro.

Hvernig er best að hugsa um húðina þannig að hún eldist sem best? Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro tók saman upplýsingar um hvernig er best að hugsa um húðina þannig að fólk verði sem frísklegast. 

Hvernig er best að hugsa um húðina þannig að hún eldist sem best? Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro tók saman upplýsingar um hvernig er best að hugsa um húðina þannig að fólk verði sem frísklegast. 

1. Nauðsynlegt er að hreinsa húðina kvölds og morgna. Lykilatriði er að fara aldrei að sofa með óhreina húð. Þótt þú sért ekki með farða þá safnast óhreinindi á húðina yfir daginn sem er nauðsynlegt að þvo af fyrir svefninn. Yfir nóttina skilar húðin út eiturefnum sem nauðsynlegt er að þvo af á morgnana.

2. Notaðu maska sem hentar þinni húðgerð einu sinni í viku.

3. Notaðu sólarvörn daglega og undir farða líka. Þótt það sé skýjað eru alltaf geislar sem ná í gegn og flýta fyrir öldrun húðarinnar ef hún er ekki varin.

4. Notaðu húðvörur sem henta þinni húð og húðástandi. Fáðu fagmann til að aðstoða þig við val á húðvörum því rangar húðvörur geta haft neikvæð áhrif.

5. Aldrei nota kókosolíu á húðina. Kókosolía stíflar húðholurnar sem getur valdið bólumyndun.

6. Ekki nota fleiri en einn maska í röð á sama svæði þar sem það er of mikið álag fyrir húðina.

HÉR getur þú lesið tímarit bpro. 

mbl.is