Svona vildu Íslendingar hafa heimili sín 2021

Heimili | 5. janúar 2022

Svona vildu Íslendingar hafa heimili sín 2021

Fólk hefur sjaldan haft eins mikinn áhuga á heimilinu og 2021. Þetta byrjaði af fullum krafti 2020 þegar veiran breytti neysluvenjum fólks. Þegar fólk er meira heima leggur það meira upp úr því að hafa fallegt í kringum sig. Þegar heimilið breytist í vinnustað, skemmtistað og griðastað kallar það á aðrar þarfir. 

Svona vildu Íslendingar hafa heimili sín 2021

Heimili | 5. janúar 2022

Fólk hefur sjaldan haft eins mikinn áhuga á heimilinu og 2021. Þetta byrjaði af fullum krafti 2020 þegar veiran breytti neysluvenjum fólks. Þegar fólk er meira heima leggur það meira upp úr því að hafa fallegt í kringum sig. Þegar heimilið breytist í vinnustað, skemmtistað og griðastað kallar það á aðrar þarfir. 

Fólk hefur sjaldan haft eins mikinn áhuga á heimilinu og 2021. Þetta byrjaði af fullum krafti 2020 þegar veiran breytti neysluvenjum fólks. Þegar fólk er meira heima leggur það meira upp úr því að hafa fallegt í kringum sig. Þegar heimilið breytist í vinnustað, skemmtistað og griðastað kallar það á aðrar þarfir. 

Margir létu nægja að kaupa nýjan sófa, ný ljós eða nýjar mottur en þeir sem kusu að skipta um innréttingar og gólfefni voru hrifnir af dökkum viðarinnréttingum og var marmaraborðplatan vinsæl. Fólk skipti plakötum út og keypti málverk eftir listamenn og hengdi upp á vegg hjá sér. Blöndunartækin voru svört eða úr brassi og mikið var lagt upp úr góðri lýsingu. Fólk vildi hlýleika og mjúkir jarðlitir voru vinsælir og voru margir í því að mála bæði veggi og loft í sama lit. Þeir sem þurftu að skipta um gólfefni völdu fiskibeinaparket, terrazzo-flísar eða marmaraflísar. Allt skapaði þetta heillandi heildarmynd sem var eftirsóknarverð 2021.

Lampi ársins!

Einn vinsælasti lampinn 2021 var litla krúttið frá Verner Panton, Flowerpot Portable VP9. Um er að ræða lampa sem sem hægt er að hafa hvar sem er því hann er hlaðinn eins og sími. Lampinn kemur í ótal litum og passar nánast við hvaða heimilisstíl sem er. Hann var þó ekki eini lampinn sem gerði góða hluti því stórar og myndarlegar ljósakrónur voru áberandi. Pappakúlan frá Hay gerði til dæmis góða hluti á árinu, ekki bara fyrir útlit heimilisins heldur líka fyrir budduna því stykkið kostar í kringum 5.000 krónur.

Veggljós ársins!

Veggljós voru mjög vinsæl á árinu, sérstaklega ljós úr gleri, sem gerði heimilið konungborið. Það kemur kannski ekki á óvart að Solklint-ljósið frá IKEA sé ein söluhæsta vara ársins hjá fyrirtækinu.

Kerti ársins!

Það var enginn maður með mönnum nema eiga snúin kerti. Þessi kerti fást í verslunum víða um land en þeir sem höfðu ekki tækifæri til að kaupa þau voru jafnvel að snúa hefðbundin kerti yfir vatnsbaði.

Plöntur!

Ef það var eitthvað sem var áberandi á heimilum landsmanna þá voru það plöntur. Plönturnar voru í öllum stærðum og gerðum. Monsteran var sterk allt árið ásamt pálmatrjám og bananaplöntum en svo fór að bera á fleiri tegundum. Fólk með slökustu grænu fingur landsins náði að halda lífi í plöntum heimilisins, sem þykir mikið afrek.

Hér má sjá kristalsglösin frá Fredrik Bagger. Þau fást bæði …
Hér má sjá kristalsglösin frá Fredrik Bagger. Þau fást bæði í Epal og í Snúrunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Glös ársins!

Það var enginn maður með mönnum nema eiga allavega tvö kristalsglös frá Fredrik Bagger. Glösin koma í nokkrum litum og í nokkrum mismunandi útfærslum. Það klingir fallega í þeim þegar skálað er. Þessi fallegu glös fást á nokkrum stöðum eins og til dæmis í Epal og Snúrunni.

Motta ársins!

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrirtækið Cromwell Rugs auglýsti „krísu-útrýmingarsölu“ á mottum í Morgunblaðinu. Miðað við hvað vel gekk að selja motturnar ætti annað hvert heimili á landinu að státa af persnesku teppi.

Stóru pappaljósin frá Hay voru vinsæl á árinu. Þau fást …
Stóru pappaljósin frá Hay voru vinsæl á árinu. Þau fást í Epal og Pennanum.
Terrazzo-flísar voru vinsælar á árinu ásamt blöndunartækjum úr brassi.
Terrazzo-flísar voru vinsælar á árinu ásamt blöndunartækjum úr brassi.
Hér má sjá baðherbergi með marmaraplötu sem hannað var af …
Hér má sjá baðherbergi með marmaraplötu sem hannað var af Sæju. Ljósmynd/Guðfinna Magg
Hér má sjá hönnun Sæju í heimahúsi á Íslandi. Dökkar …
Hér má sjá hönnun Sæju í heimahúsi á Íslandi. Dökkar innréttingar, stórar flísar og mjúkir litir eru í forgrunni en slíkt var áberandi á heimilum landsmanna á nýliðnu ári. Ljósmynd/Guðfinna Magg
Fiskibeinaparket var áberandi á árinu og líka PH-lampinn sem er …
Fiskibeinaparket var áberandi á árinu og líka PH-lampinn sem er fyrir ofan borðið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is