Hreggviður Jónsson hefur ákveðið að stíga til hliðar í stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakana á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans vegna málsins.
Hreggviður Jónsson hefur ákveðið að stíga til hliðar í stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakana á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans vegna málsins.
Hreggviður Jónsson hefur ákveðið að stíga til hliðar í stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakana á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hans vegna málsins.
Í yfirlýsingunni segist hann harma það að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem unga konan umrædda hefur skýrt frá og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum en neitar sök í málinu.
„Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ er haft eftir honum í yfirlýsingunni sem lögmaður hans sendi fjölmiðlum rétt í þessu.
Stúlkan sem um ræðir er hin 24 ára gamla Vítalía Lazareva, sem nafngreindi bæði Hreggvið, Ara Edwald o.fl. á samfélagsmiðlinum Instagram síðla árs 2021 þar sem hún tjáði sig um kynferðisofbeldi sem hún kvaðst hafa verið beitt í sumarbústaðarferð í desember 2020.
Nýlega kom Vítalía fram í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur þar sem hún lýsti atburðinum án þess þó að nafngreina mennina sem hún sakar um að hafa brotið á sér. Ekki er ljóst hvað Hreggviður er sakaður um en í færslu sem Vítalía birti á Instagram í október síðastliðnum er hann nefndur á nafn ásamt Ara Edwald og tveimur öðrum mönnum í tengslum við málið.