Logi í leyfi

Vítalía stígur fram | 6. janúar 2022

Logi í leyfi

Logi Bergmann, annar umsjónarmanna Síðdegisþáttarins á K100, lýsti því yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 í dag að hann ætlaði í frí eftir þáttinn í dag.

Logi í leyfi

Vítalía stígur fram | 6. janúar 2022

Logi Bergmann er einn þeirra manna sem Vítalía hefur sakað …
Logi Bergmann er einn þeirra manna sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið gegn sér.

Logi Bergmann, annar umsjónarmanna Síðdegisþáttarins á K100, lýsti því yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 í dag að hann ætlaði í frí eftir þáttinn í dag.

Logi Bergmann, annar umsjónarmanna Síðdegisþáttarins á K100, lýsti því yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 í dag að hann ætlaði í frí eftir þáttinn í dag.

Siggi Gunnars, hinn umsjónarmaður þáttarins, spurði Loga hvernig hann hefði það og hann svaraði:

„Ég hef verið betri, en við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“

Logi er einn fimm manna sem Vítalía Lazareva hefur sakað um brot gegn sér. Einn mannanna var ástmaður hennar en hinir eru vinir hans.

Vítalía lýsti því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hvernig mennirnir hefðu brotið á sér. Um er að ræða tvö aðskilin mál, annað þeirra átti sér stað í heitum potti í sumarbústað með ástmanninum og þremur vinum hans. Hitt átti sér stað í golfferð. Logi er sagður tengjast síðara málinu.

mbl.is