Leikarinn Alec Baldwin hefur varist ásökunum um að hann sé ekki samvinnuþýður við rannsókn á voðaskotinu sem varð kvikmyndatökukonunni Halynu Hutchins að bana en Baldwin hélt á byssunni þegar skotið hljóp úr henni. BBC greinir frá.
Leikarinn Alec Baldwin hefur varist ásökunum um að hann sé ekki samvinnuþýður við rannsókn á voðaskotinu sem varð kvikmyndatökukonunni Halynu Hutchins að bana en Baldwin hélt á byssunni þegar skotið hljóp úr henni. BBC greinir frá.
Leikarinn Alec Baldwin hefur varist ásökunum um að hann sé ekki samvinnuþýður við rannsókn á voðaskotinu sem varð kvikmyndatökukonunni Halynu Hutchins að bana en Baldwin hélt á byssunni þegar skotið hljóp úr henni. BBC greinir frá.
Rannsóknarlögreglu í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum var í desember gefin heimild til skoða síma leikarans en þrátt fyrir tilraunir lögreglunnar til að leggja hald á símann hafa þær ekki enn borið árangur.
Að sögn Baldwins tekur það tíma að tilgreina nákvæmlega hvers lögreglan þarfnast úr símanum. Þá sagði hann í myndskeiði á Instagram að það væri lygi að hann hefði vísvitandi reynt að komast undan rannsókninni.
„Þeir geta ekki bara farið í gegnum símann þinn og tekið myndirnar þínar, eða ástarbréfin þín til konu þinnar, eða hvað sem er,“ sagði Baldwin. „En auðvitað ætlum við að fara 1.000% eftir þessu öllu,“ bætti hann við.
Á föstudag óskuðu lögreglumenn í Nýju-Mexíkó eftir aðstoð frá yfirvöldum í New York við að leggja hald á símann.
Mary Carmack-Altwies héraðssaksóknari, sem hefur haft umsjón með rannsókninni, sagði að skrifstofa hennar ynni með sýslumanninum í New York og lögfræðingum Baldwins „til að ná í efni úr síma Baldwins sem tengist Rust-rannsókninni.“
Í leitarheimild sem veitt var 16. desember sögðust rannsakendur vera að leita að skilaboðum, myndum, myndböndum eða símtölum sem tengdust kvikmyndagerðinni.