Jurtapróteindrykkurinn Teygur verður ekki lengur fáanlegur viðskiptavinum Nettó en hann var fjarlægður úr hillum verslunarinnar í morgun. Þetta staðfestir einn af verslunarstjórum Nettó í samtali við mbl.is.
Jurtapróteindrykkurinn Teygur verður ekki lengur fáanlegur viðskiptavinum Nettó en hann var fjarlægður úr hillum verslunarinnar í morgun. Þetta staðfestir einn af verslunarstjórum Nettó í samtali við mbl.is.
Jurtapróteindrykkurinn Teygur verður ekki lengur fáanlegur viðskiptavinum Nettó en hann var fjarlægður úr hillum verslunarinnar í morgun. Þetta staðfestir einn af verslunarstjórum Nettó í samtali við mbl.is.
Greint var frá því fyrr í dag að Kaupfélag Skagfirðinga hefði slitið samstarfi við Arnar Grant í kjölfar ásakana Vítalíu Lazarevu á hendur honum. Hefur sölu og framleiðslu á Teyg þar með verið hætt en drykkurinn var þróaður og markaðssettur í samstarfi við þá Arnar Grant og Ívar Guðmundsson.
Drykkurinn var heldur ekki sjáanlegur í verslunum Hagkaupa síðdegis í dag.
Í viðtali við Stundina greindi Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, frá því að drykkurinn yrði tekinn úr sölu með öllu og hann tekinn úr hillum verslana. Væri það ferli þegar hafið en búist er við að það taki nokkra daga.