Dæmdur fyrir morð, pyntingar og kynferðisbrot

Sýrland | 13. janúar 2022

Ofursti dæmdur fyrir morð, pyntingar og kynferðisbrot

Þýskur dómstóll hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa framið glæpi gegn mannkyni. Dómsmálið þykir marka tímamót. 

Ofursti dæmdur fyrir morð, pyntingar og kynferðisbrot

Sýrland | 13. janúar 2022

Anwar Raslan (með andlitið hluið) sést hér í réttarasal í …
Anwar Raslan (með andlitið hluið) sést hér í réttarasal í Koblenz í dag. AFP

Þýskur dómstóll hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa framið glæpi gegn mannkyni. Dómsmálið þykir marka tímamót. 

Þýskur dómstóll hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa framið glæpi gegn mannkyni. Dómsmálið þykir marka tímamót. 

Anwar Raslan, sem er 58 ára gamall, var bendlaður við pytningar á um 4.000 manns í borgarstríðinu í Sýrlandi í fangelsinu Al-Khatib sem gekk einnig undir nafninu „Helvíti á jörð“.

Margir söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í dag.
Margir söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í dag. AFP

Réttarhaldið fór fram í þýsku borginni Koblenz og er fyrsta opinbera sakamálið sem fjallar um pyntingar á vegum sýrlenska ríkisins. 

Fram kemur í umfjöllun BBC, að Raslan hafi verið sakaður um að hafa verið hátt settur yfirmaður sem heyrði beint undir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, þegar fjöldamótmæli brutust út í Sýrlandi árið 2011 sem yfirvöld brutu aftur með harðri hendi. 

Dómarinn Anne Kerber við aðalmeðferð málsins.
Dómarinn Anne Kerber við aðalmeðferð málsins. AFP

Margir sem voru teknir höndum þá enduðu í Al-Khatib fangelsinu í Damaskus þar sem, að sögn ákæruvaldsins, Raslan réði ríkjum. 

Hann var ákærður fyrir 58 morð sem og nauðganir og önnur kynferðisbrot. Auk þess sem hann hafi tengst pyntingum á um 4.000 manns á milli áranna 2011 og 2012. 

Fram kemur í umfjöllun breska útvarpsins, að dómurinn marki tímamót og skipti alla þá sem lifðu af dvölina í Al-Khatib máli, en margir báru vitni við réttarhöldin. Nú hefur glæpadómstóll formlega viðurkennt að Assad Sýrlandsforseti hafi framið glæpi gegn mannkyninu með því að brjóta gegn eigin ríkisborgunum. 

Fjölmiðlar hafa fylgst grannt með málinu.
Fjölmiðlar hafa fylgst grannt með málinu. AFP
mbl.is