Búinn að afhenda lögreglu símann

Alec Baldwin | 15. janúar 2022

Búinn að afhenda lögreglu símann

Leikarinn Alec Baldwin hefur afhent lögreglunni farsíma sinn vegna rannsóknar hennar á voðaskoti á tökustað í Nýju-Mexíkó sem varð einum að bana.

Búinn að afhenda lögreglu símann

Alec Baldwin | 15. janúar 2022

Alec Baldwin í október síðastliðnum.
Alec Baldwin í október síðastliðnum. AFP

Leikarinn Alec Baldwin hefur afhent lögreglunni farsíma sinn vegna rannsóknar hennar á voðaskoti á tökustað í Nýju-Mexíkó sem varð einum að bana.

Leikarinn Alec Baldwin hefur afhent lögreglunni farsíma sinn vegna rannsóknar hennar á voðaskoti á tökustað í Nýju-Mexíkó sem varð einum að bana.

Tæpur mánuður er liðinn síðan heimild var veitt til að leggja hald á símann.

Kvikmyndatökukonan Halyna Hutchins var skotin til bana þegar Baldwin var að æfa sig með Colt-byssu á tökustað myndarinnar Rust í október síðastliðnum.

Frá tökustað myndarinnar Rust.
Frá tökustað myndarinnar Rust. AFP

Lögregluembættið í höfuðborg Nýju-Mexíkó, Santa Fe, staðfesti að leikarinn hafi afhent yfirvöldum símann skammt frá heimili sínu í New York.

Fyrr í vikunni sagði lögreglan að leikarinn væri ekki samvinnuþýður vegna rannsóknarinnar.

Til stendur að skoða gögn á borð við textaskilaboð og talhólfsskilaboð í símanum í von um að þau varpi ljósi á málið. 

mbl.is