Bakaði dýrðlega afmælisköku fyrir Gulla

Uppskriftir | 16. janúar 2022

Bakaði dýrðlega afmælisköku fyrir Gulla

Þessi kaka er þess eðlis að mann langar að draga fram hrærivélina (sem er ofan í frystikistu í þeirri veiku von að ekkert verði bakað í janúar) og bræða súkkulaði eins og enginn sé morgundagurinn. Þykkt smjörkrem með marssúkkulaði er mögulega girnilegasta blanda sem við höfum lesið lengi og nú grunar mig að margur eigi eftir að lesa þessa uppskrift gaumgæfilega og láta sig dreyma... þar til þeir baka.

Bakaði dýrðlega afmælisköku fyrir Gulla

Uppskriftir | 16. janúar 2022

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Þessi kaka er þess eðlis að mann langar að draga fram hrærivélina (sem er ofan í frystikistu í þeirri veiku von að ekkert verði bakað í janúar) og bræða súkkulaði eins og enginn sé morgundagurinn. Þykkt smjörkrem með marssúkkulaði er mögulega girnilegasta blanda sem við höfum lesið lengi og nú grunar mig að margur eigi eftir að lesa þessa uppskrift gaumgæfilega og láta sig dreyma... þar til þeir baka.

Þessi kaka er þess eðlis að mann langar að draga fram hrærivélina (sem er ofan í frystikistu í þeirri veiku von að ekkert verði bakað í janúar) og bræða súkkulaði eins og enginn sé morgundagurinn. Þykkt smjörkrem með marssúkkulaði er mögulega girnilegasta blanda sem við höfum lesið lengi og nú grunar mig að margur eigi eftir að lesa þessa uppskrift gaumgæfilega og láta sig dreyma... þar til þeir baka.

Það er Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlur & smjör sem á þessa uppskrift en hún bakaði kökuna á dögunum fyrir afmæli eiginmanns síns, hans Gulla, á dögunum. 

Súkkulaðiterta

  • 240 g hveiti
  • 350 g sykur
  • 80 g kakó
  • 2 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • 3 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 100 ml olía
  • 200 ml ab mjólk/súrmjólk
  • 250 ml sjóðandi vatn

Stillið ofn á 175°C. Blandið saman þurrefnunum í hrærivélarskál. Setjið saman í skál/könnu egg, vanilludropa, olíu og súrmjólk og hellið í mjórri bunu saman við þurrefnin með hrærivélina á lágri stillingu. Sjóðið vatn og hellið einnig rólega saman við deigið. Gott er að taka sleikju í lokin og skrapa botninn svo deigið sé allt vel samlagað.

Spreyið tvö form af stærðinni 15-20 cm með Pam spreyi og deilið deiginu í tvennt. Formin sett inn í ofn og bakað í 35 mín.

Leyfið kökunum að kólna – Ef það myndast toppur á kökuna er gott að ýta örlítið niður á toppinn og hvolfa henni síðan á kæligrind.

Mars smjörkrem

  • 350 g smjör
  • 500 g flórsykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 2 stk. mars / 4 lítil
  • 1 dl rjómi

Byrjið á því að þeyta smjörið í 3-4 mín, bætið þá flórsykri hægt og rólega saman við ásamt vanilludropum. Bræðið þá saman mars og rjóma og hellið varlega út í hrærivélina. Kremið verður mjög létt í sér þar sem marsið er volgt en þægilegt að setja á kökuna.

Setjið annan kökubotninn á kökudisk og setjið u.þ.b. helming af kreminu ofan á og dreifið vel úr. Setjið þá seinni botninn ofan á og krem ofan á og dreifið úr því. Þetta krem er mjög ríflegt á kökuna svo alveg eðlilegt að það sé smávegis afgangur fer eftir hversu sjúk í krem þið eruð!

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
mbl.is