Leikkonan Jamie Lynn Spears er þreytt á að rífast við systur sína, söngkonuna Britney Spears, á opinberum vettvangi. Hún kallaði eftir því á Instagram að Britney myndi hringja í hana og þær útkljá málin eins og systur, en ekki á forsíðum blaðanna.
Leikkonan Jamie Lynn Spears er þreytt á að rífast við systur sína, söngkonuna Britney Spears, á opinberum vettvangi. Hún kallaði eftir því á Instagram að Britney myndi hringja í hana og þær útkljá málin eins og systur, en ekki á forsíðum blaðanna.
Leikkonan Jamie Lynn Spears er þreytt á að rífast við systur sína, söngkonuna Britney Spears, á opinberum vettvangi. Hún kallaði eftir því á Instagram að Britney myndi hringja í hana og þær útkljá málin eins og systur, en ekki á forsíðum blaðanna.
Systurnar hafa látið hvor aðra heyra það í fjölmiðlum undanfarna daga en kveikjan var viðtal Jamie Lynn í Good Morning America í síðustu viku. Fór leikkonan í viðtalið til að ræða væntanlega sjálfsævisögu sína, Things I Should Have Said, og talaði þar hún meðal annars um systur sína og föður þeirra Jamie Spears.
„Britney – hringdu bara í mig. Ég er oft búin að reyna að ræða við þig beint og taka á þessu eins og systur ættu að gera, en þú velur samt að gera allt fyrir opnum tjöldum,“ skrifaði Jamie Lynn á Instagram.
Þar sagðist hún hafa verið til staðar fyrir Britney á erfiðum tímum og varði áfram orð sem hún lét falla í GMA viðtalinu.
Britney gagnrýndi ummæli systur sinnar í viðtalinu harðlega á Instagram. Þar sagði hún Jamie Lynn aldrei hafa þurft að vinna fyrir neinu í lífi sínu, hún hafi alltaf fengið allt upp í hendurnar. Þá sagði hún Jamie Lynn vera að gefa út bókina á hennar kostnað.
„Fjölskyldan mín eyðilagði draumana mína 100 milljarða prósent og reyndi að láta mig líta út fyrir að vera þá klikkuðu,“ skrifaði Britney meðal annars eftir viðtalið.