Viltu efla heilindi þín á þessu ári?

Linda og lífsbrotin | 18. janúar 2022

Viltu efla heilindi þín á þessu ári?

„Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir gömlu góðu árin. Á nýju ári verðum við vonandi betri og betri sem manneskjur og veljum vonandi að verða heilsteyptari karakterar en við teljum okkur vera í dag, og þá er nú soldið gott að vita hvaða eiginleika þeir hafa sem bera af í þessum efnum,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Viltu efla heilindi þín á þessu ári?

Linda og lífsbrotin | 18. janúar 2022

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir gömlu góðu árin. Á nýju ári verðum við vonandi betri og betri sem manneskjur og veljum vonandi að verða heilsteyptari karakterar en við teljum okkur vera í dag, og þá er nú soldið gott að vita hvaða eiginleika þeir hafa sem bera af í þessum efnum,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

„Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir gömlu góðu árin. Á nýju ári verðum við vonandi betri og betri sem manneskjur og veljum vonandi að verða heilsteyptari karakterar en við teljum okkur vera í dag, og þá er nú soldið gott að vita hvaða eiginleika þeir hafa sem bera af í þessum efnum,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Sitt sýnist líklega hverjum um þau atriði sem á eftir koma og telja líklega að fáir nái á þann stað að vera „alltaf“ fullkomnir í heilindunum og það er líklega rétt að svo sé ekki.

Þó virðast flestir vera sammála um að eftirfarandi listi einkenni þá sem hafa æft sig vel eftir því sem ég komst best að með grúski mínu á netinu.

  1. Þeir lifa í núinu og samþykkja það eins og það er.
  2. Þeir vita styrkleika sína en einnig veikleikana.
  3. Þeir eru samkvæmir sjálfum sér og standa með gildum sínum og þurfa ekki samþykki samfélagsins til þegar kemur að ákvarðanatöku hvað varðar líf þeirra.
  4. Þeir eru ábyrgðafullir og finna ekki stöðugar afsakanir fyrir því sem þeir gera rangt eða þegar þeir standa ekki við orð sín heldur standa fyrir gjörðum sínum og taka afleiðingum þeim sem kunna að fylgja ef einhverjar eru.
  5. Þeir setja sér markmið og vinna af heilindum við að ná þeim og þeir vita að velgengni getur tekið tíma og þrautseigju.
  6. Þú getur treyst því að þeir séu til staðar ef þeir á annað borð taka eitthvað að sér og þeir klára það einnig.
  7. Þeir hafa tilgang, eru með gildin sín á hreinu og lifa lífinu eins og þeir telja best að lifa því og kæra sig kollótta um álit annarra á sér.
  8. Þeir velta yfirleitt fyrir sér afleiðingum af gjörðum sínum áður en þeir framkvæma og meta hvort það sé samkvæmt gildum þeirra og lífsviðhorfum.
  9. Þeir vita að þeir einir hafa stjórn á lífi sínu og þeir vita að þeir geta ekki stjórnað öðrum og þeir vita að smæstu gjörðir skapa framtíð þeirra. þeirra innra sjálfstal skoðar langtímaáhrif gjörða þeirra og þeir bregðast við samkvæmt því.
  10. Þeir eru góðhjartaðir og koma fallega fram við aðra.Þeir eru fyrirgefandi, skilningsríkir, eiga mikla samkennd með öðrum og eiga yfirleitt mjög góð samskipti og sambönd við þá sem í umhverfi þeirra eru.
  11. Þeir eru hugrakkir og láta ekki óttann yfirbuga sig þó að þeir finni svo sannarlega til hans eins og við flest gerum heldur taka þeir skrefin sem taka þarf í áttina að því sem þeir ætla sér að ná hverju sinni.
  12. Þeir æfa sig í heilindum og hafa góða og fágaða siðferðiskennd sem stýrir gjörðum þeirra til heilla í aðstæðum. Þeir framkvæma það sem þeir telja vera rétt að gera sama hversu erfitt það er og alveg sama hvort að einhver er til að vitna um það eða ekki þá gera þeir það sem þeir telja vera siðferðislega rétt hverju sinni.
  13. Þeir gera það sem þeir geta til að standa með þeim sem beittir eru órétti og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
  14. Þú getur treyst þeim og þú getur treyst því að þeir hlusta virkilega á þig og það sem þú segir þeim er geymt hjá þeim.
  15. Þeir búa yfir mikilli visku og vita að þeir geta alltaf bætt við sig þekkingu og að þeir hafa ekki allan sannleikann í hendi sér heldur aðeins brot af honum. Þeir umfaðma alla óháð trúarbrögðum þeirra, menningu eða litarhætti. Þeir sjá stóru mynd lífsins og mannsins og þeir sjá jafnvel margar hliðar á hverju málefni, þeir vita að lífið tekur á sig margar myndir og að jafnvel er ekkert til sem heitir rétt eða rangt heldur aðeins mismunandi trúargildi og forritun sem mótar okkur öll sem eitt á hverjum tíma.
  16. Þeir eru ekki dómharðir og vita að maðurinn þróast og breytist í gegnum lífsreynslu og upplifanir og vita að allt sem mætir manninum mótar hann og samverkar honum til góðs með einhverjum hætti að lokum, hvort sem það er til þroska eða eflingar á einn eða annan hátt.
  17. Þeir eru jákvæðir og vona alltaf það besta því að þeir vita að eftir öll él birtir upp að nýju og þeir halda í vonina um betri tíð. Að vera jákvæður þýðir ekkert endilega að vera alltaf með bros á vör og kátur, heldur að að láta neikvæðnina ekki ná svo sterkum tökum á sér að þeir gefist upp.Þeir tala sig til og hvetja sig til dáða, leita aðstoðar og finna lausnir við vandamálunum.
  18. Þeir eru sjálfstæðir og fara ekki eftir fjöldans skoðun. Þeir eru ekki meðvirkir í samskiptum sínum og ætlast ekki til þess að aðrir bjargi lífi þeirra.Þeir hafa sterka sjálfmynd og setja sterk mörk fyrir líf sitt. Þeir eru afar hvetjandi og vilja lyfta öðrum upp.
  19. Þeir fara ekki í vörn þegar þeir eru gagnrýndir og vita að oft er það í gegnum hana sem þeir vaxa mest.
  20. Þeir eru þeir fullir sjálfstrausts og treysta sér til að mæta áskorunum lífsins af auðmýkt og fullvissu um að þeir nái að tækla það sem þeir standa frammi fyrir.
  21. Þeir eru vinamargir vegna eiginleika sinna og ef þeir hafa náttúrulegan sjarma til að bera að auki þá sækja aðrir í félagsskap þeirra og geta svo sannarlega grætt á því að þekkja þá vegna þess að þessir aðilar eru alls ekki hrokafullir þó að einhverjir kunni að sjá þá þannig vegna sterku sjálfsmyndarinnar, heldur eru þeir hvetjandi, nærandi og styrkjandi fyrir alla þá sem þeim fá að kynnast.

Svo nú er komið að okkur að efla alla þessa eiginleika í fari okkar á þessu dásamlega ári 2022 elskurnar og líklega verðum við orðin stútfull af góðmennsku, fyrirgefningaríku hugarfari og visku í lok ársins.

En eins og ætíð er ég aðeins einni tímapöntun í burtu frá þér ef þú þarft aðstoð mína á þessu ári til að efla þig,leysa úr vandamálum og finna lausnir sem breyta lífi þínu og hugsun.

mbl.is