Það er engin önnur en Guðrún Ýr á Döðlur & smjör sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá henni.
Það er engin önnur en Guðrún Ýr á Döðlur & smjör sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá henni.
Það er engin önnur en Guðrún Ýr á Döðlur & smjör sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá henni.
„Þetta grænmetis lasagna hef ég gert bæði með því að sneiða grænmetið stórt en mér persónulega finnst best að gera það mjög smátt svo það verði meira svona lasagna fílingur í því og finnst auðveldara að bjóða börnunum upp á það en það rennur ljúft ofan í alla aldurshópa á mínu heimili þó að þessi átta ára myndi kjósa „venjulegt” lasagna alla daga en hann er ekki mikill grænmetismaður.“
– fyrir 4-6 –
Skerið niður blaðlauk og setjið út á pönnu ásamt olíu, pressið hvítlaukinn og bætið saman við. Skerið grænmetið niður eftir ykkar hentisemi en ég sker það smátt og set jafnvel í matvinnsluvél. Bætið grænmetinu á pönnuna, steikið við meðal háan hita, í 5-7 mín, bætið þá niðursoðnum tómötum, tómatpúrru, tening og vatni saman við og kryddið. Leyfið að malla í u.þ.b. 10 mín.
Stillið ofn á 180°c. Blandið saman í skál kotasælu, sýrðum rjóma, spínati, parmesan og salt og pipar og hrærið vel saman.
Takið þá eldfast mót og byrjið að raða lögunum, fyrst grænmetis blandan, síðan lasagna plata og kotasælu blandan ofan á og endurtakið. Endið með því að setja vel af osti yfir. Setjið inn í ofn og bakið í u.þ.b. 30 mín.