„Það stoppar allt við snertingu, kossa eða kynlíf“

„Það stoppar allt við snertingu, kossa eða kynlíf“

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem lang­ar að í eitthvað aðeins meira með besta vini sínum. 

„Það stoppar allt við snertingu, kossa eða kynlíf“

Elínrós Líndal einstaklings-og fjölskylduráðgjafi | 20. janúar 2022

Það er gott að gera sér grein fyrir því að …
Það er gott að gera sér grein fyrir því að líkamlegt aðdráttarafl er ekki eitthvað sem fólk velur sér að hafa samkvæmt vinsælum kenningum. Það hefur með hormón að gera og erfðir og fólk getur áttað sig á, innan við þrjár mínútur frá fyrstu kynnum, hvort það sé með líkamlegt aðdráttarafl í viðkomandi eða ekki. Aðdráttarafl er leið náttúrunnar til að halda í fjölbreytileika, svo fólk laðast oft að öðru fólki sem er smávegis líkt þeim en að einhverju leiti ólíkt. mbl.is/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem lang­ar að í eitthvað aðeins meira með besta vini sínum. 

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem lang­ar að í eitthvað aðeins meira með besta vini sínum. 

Sæl

Er búin að vera í góðu sambandi við besta vin minn. Það stoppar samt allt við snertingu, kossa eða kynlíf. Hef ekki enn náð góðri umræðu við hann þar sem það er lokað á þessa umræðu, bara þögn. Er hægt að brjóta ísinn og ef svo, hvað mælirðu með?

Veit að kynlöngun er mismunandi en ég sýni umhyggju og ásthúð en uppsker ekki það sama. 

Kveðja, X

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Tinna Magg

Sælar og takk fyrir gott bréf.

Já ég kann ráð til að athuga hvort hægt sé að mjaka vininum í rétta átt með kvenorkunni. Þegar þú sýnir ást og umhyggju og færð ekkert til baka, þá er vinur þinn í kvenorkunni en ekki að gefa karlorkunni þinni laun fyrir það sem þú gefur honum. 

Þú ert greinilega búin að fá góða þjálfun í samskiptum við karlmenn með vinskap þínum við vin þinn. Ég myndi bara setjast niður og tala við hann og segja honum að þú sért að fara að finna ástina í lífinu og þú ætlir að byrja að fara á stefnumót. Að honum sé velkomið að bjóða þér út, og vera einn af þeim sem fer með þér á stefnumót, en það gæti verið að þú verðir aðeins upptekin næstu misseri við að hleypa fleiri mönnum að í þínu lífi. 

Hann fer þá bara aftast í röðina, já eða fremst ef þetta skutlar honum í karlorkuna. En mundu bara að samkvæmt Carl Jung, þá erum við bæði með karl- og kvenorku í okkur. Karlorkan á að vera stjórnsöm, í samkeppni og eignandi á meðan kvenorkan er mjög sterk, en meira passív, þolinmóð og viðkvæm. 

Besta myndlíking sem ég á tengt þessum orkum er að þegar börn verða til þá situr eggið í rólegheitum, og bíður eftir keppnisfyllsta sæðinu til að frjóvga sig. Karlinn gefur konunni sæði sem gefur karlinum til baka barn. 

Það er tvennt sem kemur upp í huga mér þegar ég heyri af svona vinskap eins og þú lýsir; það er að annaðhvort vantar líkamlegt aðdráttarafl (e chemistry) eða að annar aðilinn, sá sem er „passívur“ er að sigla undir fölsku flaggi.

Við erum margar konur aldar upp í karlorkunni hér á landi og veigrum okkur ekki við að stjórna, ná í og keppast við karlana. Það er fínt á vinnumarkaðnum, en þegar heim er komið þá getur það orðið átakamikið. 

Jung kom að gerð 12 sporanna, og þar er mælt með að fólk nái sér ekki í maka fyrsta árið eftir að verða edrú. Margir trúa að það sé vegna Anima Animus kenninga hans. Því ef karlar drekka þá fara þeir í kvenorkuna að sögn Jung, konur verða aftur sterkari í karlorkunni við neyslu. 

Að þess sögðu er mikilvægt að komi fram að hér er ég ekki að mæla fyrir því að konur verði einhverjar dyramottur heima hjá sér og karlar einhverjir harðstjórar. Svo síður sé. Ég er meira að tala um þetta tengt frumkvæði og til að fá þig til að skoða málin út frá öðru sjónarhorni. Við þurfum samkvæmt vinsælum kenningum að kunna að hafa stjórn á þessum orkum og geta leikið okkur aðeins með þær. 

Að lokum langar mig að segja frá skemmtilegri staðhæfingu sem ég heyrði frá Harvard prófessor nýverið sem er eftirfarandi: Ef konur út um allan heim færu í einn dag í kvenorkuna og segðu nei, við öllu því misrétti og hamförum sem eiga sér stað í nafni karlorkunnar, þá kæmist á heimsfriður á innan við viku. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort þetta er rétt, en viðkomandi hefur rannsakað kenningar Jung um Anima Animus og unnið með þær í yfir fjóra áratugi.  

Þú hefur allan rétt á því að byrja með manni, sem er besti vinur þinn, en hefur ekki kynerðislegan áhuga á þér. Mín spurning til þín væri samt alltaf: Af öllu því sem þú gætir verið að gera í lífinu, er það besta hugmyndin? Ef ekki, þá hvet ég þig bara áfram veginn. Það er örugglega fullt af mönnum þarna úti sem eru að leita af því sama og þú. Vinskap, sambandi og góðu kynlífi. 

Gangi þér alltaf sem best. 

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR

mbl.is