Bréf sjávarútvegsfyrirtækja 354 milljarða virði

Brim | 24. janúar 2022

Bréf sjávarútvegsfyrirtækja 354 milljarða virði

Bréf þeirra þriggja fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi og skráð eru í kauphöllina hafa verið á góðri siglingu og hafa hækkað mikið á undanförnu ári. Markaðsvirði fyrirtækjanna þriggja – Brims hf., Síldarvinnslunnar hf. og Iceland Seafood International hf. – nemur 354 milljörðum króna.

Bréf sjávarútvegsfyrirtækja 354 milljarða virði

Brim | 24. janúar 2022

Gengi bréfa Síldarvinnslunna, Brims og Iceland Seafood International hafa hækkað …
Gengi bréfa Síldarvinnslunna, Brims og Iceland Seafood International hafa hækkað á undanförnu ári svo um munar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bréf þeirra þriggja fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi og skráð eru í kauphöllina hafa verið á góðri siglingu og hafa hækkað mikið á undanförnu ári. Markaðsvirði fyrirtækjanna þriggja – Brims hf., Síldarvinnslunnar hf. og Iceland Seafood International hf. – nemur 354 milljörðum króna.

Bréf þeirra þriggja fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi og skráð eru í kauphöllina hafa verið á góðri siglingu og hafa hækkað mikið á undanförnu ári. Markaðsvirði fyrirtækjanna þriggja – Brims hf., Síldarvinnslunnar hf. og Iceland Seafood International hf. – nemur 354 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Brims hefur frá 25. janúar 2021 hækkað um 38,4% úr 54,2 krónum á hlut í 75 krónur á hlut. Er markaðsvirði félagsins því nú 146,7 milljarðar króna. Stærsti hluthafi Brims er Útgerðarfélag Reykjavíkur sem fer með 33,92% hlut í félaginu, en eigandi þess er Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.

Næst stærsti hluthafinn í Brimi er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem fer með 17,42% og er þriðji stærsti hluthafinn Lífeyrissjóður verslunarmanna sem fer með 10,57% hlut. Samtals fara lífeyrissjóðir sem eru meðal tíu stærstu hluthafa með ríflega 30% hlut í Brimi, að markaðsvirði rúmlega 45 milljarða króna.

Yfir 50% hækkun

Síldarvinnslan var skráð í kauphöllina í mái á síðasta ári og hafa bréfin verið eftirsótt. Eftir viðskipti fyrsta dags 27. maí var gengi bréfanna 65,2 krónur en gengi hlutabréfanna hefur hækkað um 51,8% frá þeim tíma og er nú 99 krónur. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar er því 166,9 milljarðar króna.

Samherji Ísland ehf. er stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar með 32,64% hlut. Kjálkanes ehf. er næst stærsti hluthafinn með 17,44% hlut en það félag er í eigu sömu aðila og fara með útgerðarfélagið Gjögur hf. Þá fer Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað með 10,97% hlut í Síldarvinnslunni.

Hækkað minna en hinna

Gengi bréfa Iceland Seafood International hafa einnig hækkað á undanförnu ári en þó ekki jafn mikið og bréf annarra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Gengi bréfa félagsins er nú 15,1 króna á hlut sem er 17,9% hærra en fyrir ári þegar gengi þeirra var 12,8 krónur.

Þá nemur markaðsvirði félagsins 40,4 milljörðum króna. Í því samhengi má nefna að Iceland Seafood sérhæfir sig í vinnslu og sölu afurða en er ekki með aflaheimildir eins og Brim og Síldarvinnslan.

Stærsti hluthafi Iceland Seafood International er Sjávarsýn ehf. sem fer með 10,83% hlut en félagið er í eigu Bjarna Ármannssonar forstjóra Iceland Seafood. Þá fer FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, með næst stærsta hlut í félaginu eða 10,28%.

Nesfiskur ehf. fer með 10,2% hlut, Jakob Valgeir ehf. með 10,9% og Lífsverk lífeyrissjóður með 6,01%. Alls fara fimm stærstu hluthafar með 47% hlut.

mbl.is