Fjórða vertíðin sem Kap II rær frá Grundarfirði

Vinnslustöðin | 24. janúar 2022

Fjórða vertíðin sem Kap II rær frá Grundarfirði

Kap II VE-7 lagði frá bryggju á Grundarfirði í gær og var stefnan sett á að leggja út netin eftir að hafa beðið af sér vonskuveðrið, að því er segir í umfjöllun Skessuhorns. Þar segir að um sé að ræða fjórðu vertíðina sem Kap II rær með net frá Grundarfirði og að skipið sé búið að landa þrisvar, alls um hundrað tonnum.

Fjórða vertíðin sem Kap II rær frá Grundarfirði

Vinnslustöðin | 24. janúar 2022

Kap II VE-7 er nú á fjórðu vertíðinni sem stundaðar …
Kap II VE-7 er nú á fjórðu vertíðinni sem stundaðar eru netaveiðar frá Grundarfirði. Ljósmynd/Arnbjörn Eiríksson

Kap II VE-7 lagði frá bryggju á Grundarfirði í gær og var stefnan sett á að leggja út netin eftir að hafa beðið af sér vonskuveðrið, að því er segir í umfjöllun Skessuhorns. Þar segir að um sé að ræða fjórðu vertíðina sem Kap II rær með net frá Grundarfirði og að skipið sé búið að landa þrisvar, alls um hundrað tonnum.

Kap II VE-7 lagði frá bryggju á Grundarfirði í gær og var stefnan sett á að leggja út netin eftir að hafa beðið af sér vonskuveðrið, að því er segir í umfjöllun Skessuhorns. Þar segir að um sé að ræða fjórðu vertíðina sem Kap II rær með net frá Grundarfirði og að skipið sé búið að landa þrisvar, alls um hundrað tonnum.

Skipið, sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum,  er komið til ára sinna og var lengi gert út á loðnu, en hefur frá fiskveiðiárinu 2016/2017 verið gerður út á grálúðunet og þorskanet.

Kap II var smíðað árið 1967 í smíðastöðinni Stálvík hf. í Garðabæ. Skipið hefur tekið nokkrum breytingum og var fyrst lengt 1973 og var yfirbyggt 1974. Ákveðið var að lengja skipið aftur 1995 og er mesta lengd nú 52 metrar en skipið er 7,9 metra að breidd.

mbl.is