Johnson hafi mætt í enn eina veisluna

Johnson hafi mætt í enn eina veisluna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun hafi haldið afmælisveislu í Downing-stræti 10 meðan á fyrsta útgöngubanninu vegna kórónuveirunnar stóð, þrátt fyrir að samkomur innandyra hafi verið bannaðar samkvæmt takmörkunum ríkisstjórnarinnar. The Telegraph greinir frá. 

Johnson hafi mætt í enn eina veisluna

Veislu­höld í Down­ingstræti | 24. janúar 2022

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skemmti sér meira en flestir þegar …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skemmti sér meira en flestir þegar útgöngubann var í gildi. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun hafi haldið afmælisveislu í Downing-stræti 10 meðan á fyrsta útgöngubanninu vegna kórónuveirunnar stóð, þrátt fyrir að samkomur innandyra hafi verið bannaðar samkvæmt takmörkunum ríkisstjórnarinnar. The Telegraph greinir frá. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun hafi haldið afmælisveislu í Downing-stræti 10 meðan á fyrsta útgöngubanninu vegna kórónuveirunnar stóð, þrátt fyrir að samkomur innandyra hafi verið bannaðar samkvæmt takmörkunum ríkisstjórnarinnar. The Telegraph greinir frá. 

ITV fréttastofan greindi frá því að forsætisráðherrann hafi verið viðstaddur óvænta samkomu í eftirmiðdaginn þann 19. júní 2020, þar sem honum var færð afmælisterta. 

Veislan var sögð skipulögð af eiginkonu Boris, Carrie Johnson, en allt að 30 manns mættu í veisluna.

„Hann var þarna í minna en 10 mínútur“

Veislan mun hafa staðið í um 20 til 30 mínútur. Downing-stræti 10 neitaði því ekki að atburðurinn hefði farið átt sér stað en benti á að forsætisráðherrann hafi aðeins verið viðstaddur í 10 mínútur. 

„Hópur starfsmanna sem starfaði í Downing-stræti 10 þennan dag kom saman stutta stund í stjórnarherberginu eftir fund til að óska ​​forsætisráðherranum til hamingju með afmælið. Hann var þarna í innan við 10 mínútur,“ sagði talsmaður Downing-strætis.

Á þeim tíma sem afmælið var haldið voru samkomur innandyra bannaðar og fólk gat aðeins hist utandyra og ekki fleiri en sex saman. Krám og veitingastöðum var einnig lokað.

ITV News greindi einnig frá því að Johnson hýsti nokkra fjölskylduvini um kvöldið í íbúð sinni við Downing-stræti, en því hefur Downing-stræti nr. 10 neitað.

Talsmaður Downing-strætis sagði við ITV: „Þetta er algjörlega ósatt. Í samræmi við reglurnar sem giltu á þeim tíma, hýsti forsætisráðherra lítinn fjölda fjölskyldumeðlima úti um kvöldið.“

Telur að reglurnar eigi ekki við um hann sjálfan

„Við höfum ekki efni á því að halda áfram með þessa óreiðustjórn,“ sagði Sir Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins. „Þetta er enn frekari sönnun þess að við erum með forsætisráðherra sem telur að reglurnar sem hann setti eigi ekki við um hann sjálfan.“

Johnson hefur sætt mikilli gagnrýni upp á síðkastið fyrir að virða ekki reglur þegar samkomutakmarkanir giltu. Bæði hafa birst myndir af honum í jólaboði og svo mætti hann í garðveislu.

mbl.is